Jæja fólk, hvort kjósið þið fremur, Point buy eða henda upp á statta? Ef þið segið henda, segið hvernig og ef þið segið Point buy, deilið með okkur punktafjöldanum.
Old school að henda en point buy 32 er held ég best upp á game-balance ofl. líka góður standard fyrir öflugar hetjur.
Bætt við 10. júlí 2007 - 02:58 Þegar við viljum fá super dúper charactera og fljótlegheit fáum við okkur sex d10 og bætum við 8 á hvern tening, og stundum tvær raðir, þá færðu þokkalega öfluga gaura og ert fljótur að kasta upp á stöttum.
Það skiptir ekki máli, þetta er frekar fljótlegt. Enda erum við með ótrúlega lítið af magic Items, eins og t.d. Í Savage tides er ég enþá með sama Ac síðan að ég byrjaði að spila = 18. En jú súper dúper.
Venjan í mínum hóp er 4d6, rerolla ásum (þar til annað en ás kemur upp), taka 3 efstu. Endurtekið þar til viðkomandi hefur tölur sem hann er sáttur með.
Vissulega hefur þessi aðferð möguleikann á mjög háum stöttum, en kallið það survival instinct í okkur - við erum vanastir DM sem gefur nánast engin magical items (ég man eftir 22. levels paladin sem fékk ekkert fyrr en longsword +1 á svona 12. leveli, og svo á svona 15.-17. leveli fékk hann reyndar ansi gott vopn) og aldrei neitt nálægt “wealth by level”, svo háir stattar eru okkur nokkuð mikilvægir til að vega upp á móti því.
Ég hef aldrei notað point buy (nema í Arena, heh) en ef ég væri að DMa og playerarnir vildu endilega point buy myndi ég líklega gefa þeim svona 40 punkta eða eitthvað.
Peace through love, understanding and superior firepower.
Já reyndar, ég hef ekki komið að þessu nýja d&d, reyndar ekki hinu nýja gurps heldur. Ég kann persónulega betur við svona punkta kerfi, en aðalatriðið er að geta notað það sem maður hefur.
Nei, bilið er til að leggja áherslu á tilfinninga þrungt hlé á milli stafsetninga og strákurinn, stafsetninga…strákurinn! Þetta er mjög góð lygi og útskýrir margt ekki eyðileggja hana.
Fer eftir character, og class jafnvel. Ef maður býr t.d. til persónulýsingu áður en maður kastar upp á statta, og í persónulýsingunni er innifalinn e-s konar “stat requirement” þá er vesen að sitja uppi með tölur sem uppfylla ekki pælinguna. T.d. ef þig langar að spila paladin sem er klár en færð t.d. 7 í annars fínni runu, þá neyðistu til að:
A) Setja 7-una í int, breyta öllum hugmyndum um characterinn frá grunni og spila hálf-þroskaheftan einfeldning í staðinn. B) Setja 7-una í einhvern annan statta og sitja uppi með paladin sem skortir algjörlega einhvern mikilvægan eiginleika - hann þarf str, dex og con til að vera sannfærandi í melee, wis fyrir galdra og fleira og cha fyrir ýmsa class abilities, t.d. Divine Grace og Lay on Hands.
Annars grunar mig að ég sé að elda tröllamat með þessari ræðu, svo ég ætla að hætta núna. Vona að þú skiljir hvað ég meina.
Bætt við 14. júlí 2007 - 14:29 Því má bæta við að ég hef spilað wizard með str 5 og fleiri mjög lélega statta, skemmti mér samt konunglega - sem er ein ástæða þess að wizards eru ofur: Þeir þurfa bara 1 góðan statta.
Peace through love, understanding and superior firepower.
Þetta, nákvæmlega þetta, er ástæðan fyrir því að ég vil PB frekar. Þá lendirðu ekki í því að vera fastur með statta sem skemma character conceptið þitt.
Afhverju þá ekki bara að nota Point Buy? Eða jafnvel bara velja sér statta? Ef þú ætlar hvort eð er bara að henda þar til þú færð það sem þig vantar, afhverju ekki bara að spara tíma?
Þetta er nú meira í áttina að þú tekur það sem þú getur lifað með, ekki það sem þig dreymir um.
Síðan spilum við í frekar high magic world svo að það líður yfirleitt stuttur tími þar til leikmenn eru farnir að nota vopn og herklæði sem bæta upp fyrir þá statsa sem komu illa út.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Já, en afhverju að gera þetta svona? Það er ekkert að því að velja sér statta, ég hef gert það einu sinni og ég held að sá sem hafi verið með hæstu stattana hafi verið með 34 PB eða eitthvað. Meina, það er mun fljótlegra og fólk væri væntanlega sáttara með stattana sína.
Við félagarnir höfum verð að spila undanfarið, alltaf notað sömu regluna.
Það fá allir fasta stata: 17 15 15 13 13 11
Við vorum að byrja á The Shackled city, sem á að vera erfitt. Því fengu allir að velja sér einn stata og bæta á hann 1d3 og svo velja sér annan stata og bæta á hann 1d3.
Þetta kerfi að nota alltaf sömu tölur veldur því að hópurinn er meira balance-aður. Það að nota oddatölur veldur því að þegar maður hækkar upp á 4\8\12\16\20 og fær stata þá getur maður hækkað einhvern stata og fengið strax modifier bonus… Það er bara mun skemmtilegra.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..