Guðinn Fritti er annar af hinum átta núverandi frumefnaguðum í heiminum Rift. Eftir að systir hans, Bre'ka, var mótuð af ljósi og myrkri varð ljóst að eitthvað andstætt þurfti til að jafna út massann sem til varð. Til varð Fritti, sem var guð lofta og rúms.
Þegar friður var á enda hjá guðunum átta og þeir háðu stríð sitt, var Fritti á allra manna hliðum. Einn dag barðist hann á móti endurholdgaðri móður sinni, Xul og þann næsta kom hann henni til liðs með því að hrjá restina af systkynum sínum.
Fritti er jafn breytilegur í skapi og vindarnir sjálfir, þar sem óramargir hlutir leggja sitt af mörkum. Því er nær ógerlegt að áætla hvað Fritti ætlar sér í nærkomandi framtíð, og telja fylgjendur hans (sjáið “Vefarar” fyrir frekari upplýsingar (eldri korkur)) svo að hann viti það ekki einu sinni sjálfur. Þó telja þeir hann góðhjartaðan þegar öllu er á botninn hvolft, þó svo að sögur séu til að sér til gamans safni Fritti öllum vindum heims á einn punkt, manneskju, til þess að tæta hana upp til agna. Aðrar hliðar af þeim sögum segja að þar hafi valdagráðugir menn orðið Fritta að bráð. Hann hafi þarna gefið þeim allt það afl sem hann hafði… þó afleiðingarnar hafi ekki beint verið þær sem búist var við. Fritti er örlátur, segja fylgjendurnir einnig… einum of, bæta þeir svo við.
Þrátt fyrir óhamir sínar, er eitt víst. Fritti er tákn hins fullkomna frelsis, aflið sem er óhamið af öllu… allavega að vissu leiti. Hann hefur óbeit á heftingu af hvaða toga sem er og hefur ósjaldan aðstoðað þá sem finna sig kramda undir hælum kúgunar og óréttlætis.
EvE Online: Karon Wodens