Ok, ég laug. Ég verð að svara þessu. Ég ætla að reyna að halda þessu “civil” og fara ekki út í leiðindi. Ef þú svarar mér vil ég biðja þig um að gera það sama.
Nr.1:
Það er ekki satt að það sé bara eitt mögulegt útfyllt character sheet fyrir hvert concept. Ekki nema að conceptið þitt sé auðvitað “Wizard 7” eða eitthvað. Tökum bara dæmi:
Ég var að búa til build fyrir persónu sem ég er að fara að spila í Eberron leik um daginn.
Hugmyndin var í grunnin trúaður stríðsmaður sem fær kraft sinn frá Silfur Loganum(The Silver Flame). Hann var sterk trúaður og fastur í sínum skoðunum, eins og flestir innan þeirrar kirkju. Hann vill fólki vel og berst til þess að útrýma illu í heiminum. The catch? Hann er Lawful Evil.
Þetta lýsir sér meðal annars í því að hann er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að réttlætið(i.e Justice) nái fram að ganga. Mannréttindabrot? Sure, ekkert mál. Nota það sem er almennt talið “illt” í D&D eins og eitur og svoleiðis? Jájá. Í stuttu máli, hvað sem er. Ég er ekki viss um að ég hafi náð að gera þessu concepti góð skil, ég er vanur því að hugsa á ensku þegar að kemur persónum og gæti þetta þess vegna virkað kjánalegt. Hvað um það.
Hvernig byggi ég þennan character innan reglanna? Ég sé ekki betur en að ég geti valið úr um a.m.k. fjórum mismunandi leiðum.
Sú fyrsta er að taka Cleric og eitthvað prestige class sem passar. Hann myndi líklega buffa mikið og vera mikið í því að berja hausa.
Önnur er fyrrnefndur Cleric/Fighter. Þá væri aðallega verið að taka Cleric en nokkur Fighter level inn á milli.
Sú þriðja, sem er sú sem ég valdi, er að taka Crusader classið úr Tome of Battle.
Sú fjórða, blanda saman eitt og þrjú með því að taka Cleric/Crusader/Ruby Knight Vindicator.
Og þar hefur þú það. Sama conceptið, fjögur mismunandi sheet.
Nr.2 Hvað vantar hann uppá til þess að vera góður Paladin? Hann getur barist, hann er með fínn save, hann getur kastað göldrum, læknað þá sjúku og verið all around fínn gaur.
Nr. 2.5 Þegar ég segi Paladin, þá meina ég þessi stereótýpíski riddari í glansandi brynju sem að kemur almúganum til hjálpar og berst við illt í heiminum. Ekki classið. Kannski ég hefði átt að tiltaka hvað ég átti við fyrr? Gætum hafa verið að tala um mismunandi hlut.
Nr. 3
Ég sé nú bara ekki hvað greinar mínar um öfluga charactera tengjast því hversu góður RPer ég er. Þetta eru tveir ótengdir hlutir. Svo virðist þú líka gleyma því að þessi grein var skrifuð upp á gamanið, athuga hvað væri hægt að gera með þetta feat. Ég spila ekki svona charactera í venjulegum leik.
Nr.4
Þetta er meira eins og hvernig efnafræðingur sér að það er ekki sniðug hugmynd að blanda saman frumefni X og Y í Z magni því að þá springur það.
Vona að mér hafi tekist að halda þessu á réttu nótunum, mér er farið að leiðast þetta rifrildi.
www.brotherhoodofiron.com