Guðinn Myrki (amm, þetta er nafnið hans í bili) er einn af átta frumguðunum. Fjórir falla til frumefnaguða og hinir til sálarguða. Myrki fellur í seinni kategoríuna.
Guðinn Myrki, þrátt fyrir að vera einn af þeim átta frumguðum sem til eru í dag er í rauninni mun eldri guð, einn af þeim fyrstu tveimur sem til voru, guðir ljóss og myrkurs.
Eftir að ljós og myrkur gátu af sér átta börn hinsvegar fóru hlutirnir úr böndunum. Guð ljóss, kvenkynið, fórnaði sjálfri sér svo að barn hennar gæti öðlast krafta. Oroto (upprunalega myrkrið) var alls ekkert hrifinn af því að kona hans væri nú úr sögunni, endurfædd sem dóttir sín og sturlaðist hann hægt og rólega.
Það kom þá sá tími að Oroto var búinn að fá nóg, hann þoldi þetta ekki lengur og framdi sjálfsmorð, færandi krafta sína yfir á yngsta barn sitt, Myrki. Barnið erfði brjálæði föðurs síns, sem með tímanum varð einungis verra og verra, þar til Myrki ýtti af stað guðastríðunum (einskonar ragnarök sem settu heiminn í gang).
Með ranghugmyndum sínum og brjálæði varð Myrki tákn hins illa og brjálaða. Fyrir Myrka, er ekkert mikilvægara en að vera “einn” með konu/dóttur? sinni. En skilgreining Myrki á ást er jafn brengluð og hann sjálfur, þar sem hann eltir hana á röndum að eilífu, barátta á milli ljóss og myrkurs á ný. Einungis tunglið, guð dauða og 7. barn Oroto verndar móður/systur sína frá kexrugluðum pabba sínum.
En tunglið greyið erfði smá af brenglun föður síns. Hann/það hugsar ekki 100% skýrt, og þó hann mæti til himins hvert kvöld til þess að nota visku móður sinnar sem skjöld gegn Myrki, þá á hann (tunglið) það til að reka of langt af leið, þar sem hann getur ekki hjálpað móður sinni (sólmyrkvar) og þá nær Myrki loksins bráð sinni og tjah… nauðgar henni. Af þeirri blöndun verða til hin ýmsustu öfl og skepnur.
Fyrsta aflið sem af þessum kynnum kom var mannkynið, sem ljósið unni afar mikið, en Myrkið aftur á móti hataði. Því er það yndi Myrkursins, þegar hann ríkir mestur, (tunglmyrkvar) að skapa böl manna frá þeirra eigin afrekum. Hann skapar djöfla útfrá þeim sem sem honum þykjir hæfastir, þá einkum útfrá því hvernig sú manneskja hefur lifað lífi sínu. Sá sem sér eftir lífi sínu, eða einhverjum glæpum, væri til dæmis fullkominn í hlutverk sorgardjöfuls, djöfuls sem gerir hvað sem hann getur til að öðrum líði jafn “illa” og honum.
Á meðal þeirra djöfla sem eru hvað þekktastir í þessum heimi, eru guðir losta (vampírur) og djöflar stolts, Porkloen (Orkar (getur verið að ég breyti þessu)).
En þrátt fyrir böl-gjafir sínar til mannkynsins, eru ekki allir sem hata Myrki. Reyndar eru þeir nokkrir sem hafa snúið sér til hans, sem hins eina sanna guðs, guð endaloka og byrjunar, skaparinn og sá sem eyðileggur. Þeim mönnum sýnir hann miskun og kennir þeim galdra sína, þar sem þeir læra ekki einungis stjórn yfir skuggum heldur einnig að stjórna dýpsta myrkri sem fyrirfinnst, því sem leynist í þeirra eigin hjörtum. (Svartagaldrar)
Og hananú. Myrki er guð brenglunar, illsku og taps. Hann svipar ef til vill nokkuð til Shar, úr forgotten realms. Það sem upprunalega var sköpunarvald er nú hið mesta böl manna.
EvE Online: Karon Wodens