Lendið þið DM-ar einhverntímann í því að “umbreyta” öllu sem þið gerið í game terms? Leyf mér að útskýra hvað ég á við: Ég var í vinnunni í dag og þurfti að hoppa yfir skurð. Ég hoppaði án atrennu og lenti á skurðbakkanum hinumegin. Um leið og ég var búinn að príla upp á bakkann hinumegin fór ég að hugsa hvað DCið væri á þessu jump checki. Svo labbaði ég yfir mýri og fór að hugsa að ég líklega myndi þetta kallast difficult terrrain og ég kæmist ekki yfir á nema 75% hraða. Og að ef ég myndi berjast á þessu við einhverjar óvættir þá myndi ég líklega þurfa að taka balance check eða detta í drulluna.
Suma daga hugsa ég svona mjög lengi.Hvað um ykkur?
Bætt við 3. maí 2007 - 20:54 Ég vill bæta við að ég hugsa þetta útfrá því sjónarmiði að ég muni nota þetta fyrir spilarana mína. Ekki að ég sé fastur í eigin heimi og sé í one-man-larp
The Game - You just lost it