Ég virðist hafa einhverja óútskýranlega þörf fyrir að skapa campaign settings. Ég teikna reglulega kort, læt mér detta í hug töff nöfn á borgir og pæli í trúarbrögðum fyrir tilbúna heima í strætó eða annars staðar þegar dauður tími myndast. Ég ætla að prófa að gera þetta opinberlega núna, hér á Huga. Kannski hjálpar það mér við að sía góðar hugmyndir frá slæmum, kannski ekki. Þetta verður tilraun. Öll uppbyggileg komment, ábendingar og hugmyndir eru semsagt vel þegin.

Þessi heimur, ef hann verður einhvern tímann notaður, verður líklegast notaður fyrir breskan spilahóp sem ekki hefur verið settur saman ennþá. Ástæðan er að ég er að fara í nám til London næsta haust og missi þar með mestallt samneyti við minn eiginn hóp, og til að svala D&D-þörf minni mun ég líklega leita uppi nýjan hóp þar úti. Af þeim orsökum mun allur endanlegur flavour-texti vera ritaður á engilsaxnesku og ég bið þá sem kynnu að móðgast við að afsaka fyrirfram. Að lokum vil ég taka það fram að já, ég “stel” hugmyndum. Hugmyndum sem mér finnast góðar, stundum breyti ég þeim mikið og stundum ekki. Ég reyni þó mitt besta til að “stela” úr sem flestum áttum og bæta við góðum slatta af mínum eigin hugmyndum, svo að jafnvel þó að einhver þekki til einhvers sem ég nota sem fyrirmynd þá þekki þeir aldrei allt. Þetta verður jú aldrei opinberlega útgefið campaign setting á borð við FR eða Eberron svo ég slepp (vonandi) við kærur vegna plagíarisma. Allaveganna, here goes:



*Til að byrja með, heimurinn mun verða spilaður með standard issue D&D 3.5. Ég mun (reyna að) hafa aukabækurnar Expanded Psionics Handbook, Complete Warrior, Complete Arcane og Player's Handbook 2 sérstaklega í huga, og mögulega fleiri síðar eftir því sem ég kemst yfir þær (þá væntanlega helst Complete Divine, Complete Adventurer og mögulega Dragon Magic). Tome of Magic, sem ég á, finnst mér ekki henta þeim hugmyndum sem ég hef og því verður hún ekki með, frekar en flestar aukabækur gefnar út af öðrum en WotC.

*Pælingin er að hafa heiminn nógu generic til að sem flest geti átt sér stað þar. Þeir heimar sem ég hef skapað hingað til eru flestir of “þröngir”, þ.e.a.s. einhver element sem gert er ráð fyrir í kerfinu (t.d. PC race) eru ekki til staðar. Heimurinn sem ég er að DMa þessa dagana hefur t.d. ekkert PHB race nema humans, en notar einhver af raceunum úr XPH og eitt heimatilbúið race, ásamt furðulegum elementum eins og það að plánetan sem hann er á er bókstaflega að brotna. Þetta verður því, í grunninn, “klassískur” D&D heimur.

*Þá að smáatriðunum. Ég er búinn að skissa upp kort á pappír, en ég hef því miður ekki aðgang að skanna og kann ekkert á forrit á borð við PhotoShop svo að ég get ekki sýnt ykkur mynd af því, því miður. Það er allt of flókið að reyna að lýsa svona korti eitthvað nákvæmlega, svo í sem stystu máli:

C-laga landsvæði í kringum innhaf, fjallgarður skilur það af frá svæðum norðan af því, til vesturs er skagi suður úr norður-svæðinu sem nær um það bil hálfa leið niður C-ið, suðvestur úr C-inu er lítill skagi með frumskógi, suðurhluti C-sins er eyðimörk.

*Kynþættir og þjóðir:
Fyrir utan PHB-kynþættina ætla ég að hafa með fjóra úr XPH sem mér líkar vel við; Dromites, Duergar, Half-Giants (kalla þá Giantkin) og Thri-Kreen (sem verða ekki PC-race). Athugið að eftirfarandi eru einungis stuttar yfirlitslýsingar á kynþáttunum og ég mun koma með nákvæmari lýsingar með tíð og tíma.

Menn búa í sex mis-stórum löndum í kringum innhafið, auk þess sem ein þjóð byggir skagann til vesturs og ein býr að mestu á hafi úti.
A - Oriental keisaradæmi, sú sem byggir skagann til vesturs. Oriental classarnir (monk, samurai, wu jen, og síðar ninja og shugenja) sæma sér vel hér. Ég fæ orðið Murai upp í hausinn, ætla að kalla höfuðborgina þeirra það.
B - Riddaraþjóð sem byggir slétturnar frá háálfaskógunum(sjá neðar) austur að innhafinu. Góð samskipti við álfa, hálfálfar væru algengastir hér. Þurfa að eiga töluverð viðskipti við dverga vegna málmskorts. Höfuðborg þeirra mun heita Khalast og vera við mynni mikils fljóts sem rennur um landið.
C - Barbarar undir stjórn half-human half-red dragon sorcerors. Half-dragons, sorcerors, dragon shamans og allt þess háttar í hávegum haft – þeir sem sýna merki um psionic hæfileika eru hinsvegar drepnir um leið og það uppgötvast. Í nánustu fortíð hefur þessi þjóð ekki verið nágrönnum sínum til mikils ama þar sem þeir hafa verið of uppteknir við að slást innbyrðis, en nú er óvíst hvað þeir gera undir stjórn hins nýja warlords. Staðsettir rétt sunnan við dvergafjöllin, norðan við menn B og norðaustan við háálfaskógana. Bjuggu upprunalega norðan við dvergafjöllin en fluttust þaðan fyrir nokkrum öldum. Gætu verið andstæðingar PC-a eða vinveittir, eftir hópnum.
D – “The Sea-born”, eða Hinir Sæbornu, eins og mætti íslenska heitið. Heil þjóð fólks sem lifir og hrærist á hafi úti og á eyjum. Fólk af sumum ættbálkunum lifir jafnvel alla ævi án þess að stíga fæti á þurrt land. Sé þá fyrir mér mikið tattóveraða. Friðsælir, vilja sem minnst skipta sér af land-fólki.
E-H: Vantar hugmyndir.

Dvergar skiptast í 3-4 þjóðir.
A - Búa í fjöllum norður af skaganum til vesturs. Fluttust þangað fyrir löngu síðan vegna e-s konar óhagstæðra aðstæðna. Nota gulleitan málm í vopn og brynjur. Dökkir á hörund, svart hár og skegg. Jafnvel hálf-mongólskir í útlit. Keisaradæmi (lítið). Hafa Samurai sem favoured class í stað fighter. Nota mögulega axe daisho? Ef ekki, skipta út weapon familiarity á urgrosh og waraxe fyrir bastard sword.
B - Grádvergar (e. duergar) sem búa djúpt ofan í jörðinni. Mun líklegast nota psionic-útgáfuna af þeim eins og hún kemur fyrir í XPH í stað MM útgáfunnar.
C - Búa í fjallgarðinum norður af innhafinu. Frekar klassískir dvergar, kannski hef ég þá LN í stað hins týpíska LG. Gæti þurft að taka af þeim racial bónus gegn orkum og takmarka hann við goblinoids, þar sem orkar búa mun sunnar.
D - Veit ekki hvort ég hef þá með. Myndu búa í sama fjallgarði og dvergar C, en þurfa eitthvað til að aðgreina þá. Theocracy kannski?

Álfar skiptast í þrennt:
Háálfar búa í skógum við vesturströndina á C-laga meginlandinu.
Skógarálfar búa í frekar litlum skógi á tanga suðaustan við innhafið.
Svartálfar (drow) búa, líkt og grádvergarnir, djúpt ofan í jörðinni.

Gnómar búa í ríkjasambandi margra lítilla konung-, fursta-, keisara-, barón-, greifa- og hertogadæma suðaustur undir dvergafjallgarðinum. Titill þjóðhöfðingjans skiptir sjaldnast miklu máli, í rauninni kallar hver þeirra sig einfaldlega það sem honum finnst hljóma best. Tungumálið þeirra líkist welsku. Mér hefur alltaf fundist það passa við gnóma. Góðir handverksmenn, í flestum hinna mýkri iðna.

Halflings búa nær eingöngu í litlum friðsælum og gróðursælum dal rétt sunnan við gnómaríkin, og þar vilja þeir helst vera. Þeir hafa ekki mikil samskipti við umheiminn, þau einu eru smávægileg viðskipti við næstu gnómabyggðirnar. Að þessu leyti eru þeir mjög Tolkien-legir og í raun ekki þessir “venjulegu” D&D halflings sem er lýst sem flökkuþjóð og hafa ekki einu sinni hár á fótunum.

Orkar búa í frumskóginum á skaganum sunnan við háálfaskógana, handan við fjallgarð sem skilur hann frá umheiminum. Mestur tími þeirra fer í stríðsrekstur gegn eðlufólkinu sem deilir frumskóginum með þeim, en þó kemur fyrir að upp rísi orkahöfðingi sem leiðir ættbálk sinn og mögulega einhverja fleiri norður yfir fjöllin í leit að betra landi. Þeim er iðulega útrýmt fljótlega af ýmist mönnum, álfum eða risum, ef þeir þá komast alla leið. Einstaka ættbálkar hafa þó sloppið í gegn og lifa nú lítið betra lífi en áður í felum í skógum og hæðum á svæðinu vestan innhafsins.

Dromites búa syðst í eyðimörkinni og á grænum svæðum við suðurströndina í byggðum sem líkjast í sjón risavöxnum mauraþúfum. Þeir skeyta flestir litlu um heiminn norður af þeim og eyða mestum tíma sínum í að halda fjendum sínum, Thri-Kreen, frá fyrrnefndum mauraþúfum. Einstaka drómíti verður þó þreyttur á harkinu og endar í einhverri höfninni norður af eyðimörkinni.

Giantkin (=Half-Giants) búa á suðurströnd innhafsins og nyrst í eyðimörkinni, þar sem þeir eru með lítið en þrælskipulagt furstadæmi, stjórnað af yfirstétt sem kallast tarkanar. Þrælahald er löglegt og stutt, auk þess að fóðra grimman, gammhöfðaðan guð þeirra, Tass, með reglulegum blóðfórnum. Risarnir hafa mjög stirt samband við umheiminn, eina stundina versla þeir í mestu vinsemd með þær verðmætu vörur sem þeir hafa að bjóða, en aðra stundina gera þeir strandhögg í mennskum hafnarborgum og ræna fólki til að hneppa í þrældóm.



Þetta er allt sem ég er með í bili, meiru verður bætt við smám saman. Næst er ég að hugsa um að skoða pælingar um trúarbrögð.
Peace through love, understanding and superior firepower.