Sælir.
Hér er áframhald af galdrakuklinu mínu. Þetta er aðeins öðruvísi en ég hef haft það hingað til. Nú er ekki sögukennsla, heldur frásögn vörðs nokkurs sem lenti í hremmingum.
—————————–


Ég veit ekki hvað kom yfir mig.

Ég vörður í vörslu hennar hátign, vel þjálfaður, agaður og hliðhollur. Ég tek prýði af því að sinna verki mínu, að gæta hliðs þess er leiðir til hallarinnar. En þetta eina kvöld var þjálfun minni ýtt til hliðar eins og hún hefði aldrei verið þarna.

Mig langar til þess að gleyma honum, manninum som kom að mér upp undir miðnætti, en ég get það ekki. Útlitið hans var svosem ekkert merkilegt, ekkert sem ég hafði ekki séð áður, úfið og vilt hár, grátt að aldri, hokinn og í kufl.
En augun hans voru það sem ég einblíndi á. Þar inni, var óreiða. Ég bað hann um að fara burt, hann var að sjálfsögðu óvelkominn hér, svo nálægt hennar hátign. En við það svaraði hann rólegur;“Viltu ekki rétta okkur lyklana þína?” og… ég gerði það. Ég veit ekki af hverju… það var eins og eitthvað hvíslaði að mér að það væri réttast að gera það. Það var eins og líkaminn minn hreyfði sig án þess að ég vildi það.

En þá brutust út lætin. Félagi minn, sem var með mér á vaktinni sá þennan atburð og vitaskuld varð ekki hrifinn. Hann kallaði til okkar og spurði hver djöfullinn væri hér á seyði og það var spurning sem ég sjálfur var farinn að spyrja.

Það glampaði eitthvað í augum kuflaða mannsins og ég týndi mér. Í eitt augnablik starði ég í dauðann sjálfan og ótti braust út í sálu minni… ég hljóp eins og fætur toguðu burt… burt frá þessum manni, ógnvaldi. Ég heyrði einungis nokkur öskur frá vini mínum á meðan ég fjarlægðist hann.

Það var um hálfri mínútu síðar, að óttinn yfirgaf mig og ég sneri aftur til hliðsins. Ég vildi að ég hefði ekki gert það.

Hann var dauður.

En það voru engin sár á líkama hans. Hann var náfölur, munnurinn gapandi og augun ranghvolfd. Það var eins og hann hefði dáið úr ótta.

Ég sá að hliðið var opið og greip til vopna og elti kuflaða manninn, sem ég gat einungis ímyndað mér að væri farinn innar.

Ég hætti eftirför minni þegar ég kom auga á hann aftur. Þrír verðir höfðu hann umkringdann… en hann barðist ekki. Hann bara horfði á einn þeirra, og ég get svarið, að ég sá eitthvað, eins og tunglskin renna milli þeirra. Sekúndu síðar, var sá vörður búinn að beita vopni sínu, hann gróf það í… næsta verði… og svo næsta.

Kuflaði maðurinn lyfti ekki fingri. Hvað varð um þriðja vörðinn, vil ég ekki segja til, því þrátt fyrir þann ugg sem mér veittist af því að fylgjast með þessum atburðum, er sá atburður eitthvað sem ég mun að eilífu hafa með mér í martröðum mínum. Ég hljóp í burtu, til liðsforingjans. Leit var hafin, en kuflaði maðurinn fannst aldrei.

Þegar ég lýsti atburðunum sem ég hafði upplifað, rak liðsforinginn upp stór augu… og var fljótur að segja mér að gleyma þessu… strax!

Ég heyrði hann tauta eitthvað eftirá… eitthvað um að “þeir ættu allir að vera dauðir” og “það þarf að kalla til fagmanna… þeir eru snúnir aftur”. Seinasta orðið sem hann sagði hefur verið með mér til þessa dags. Merking þess orðs er mér enn hulin, en ég veit þeir tilbyðja tunglið… ég veit þeir safna hinum liðnu.

“Andasærir”

Bætt við 26. apríl 2007 - 23:30
Og hvernig mér tókst að setja Y í tilbiðja er alveg milljón…
EvE Online: Karon Wodens