Kerfið skiptist upp í 2 meginhluta, hæfileika og eiginleika (skills og abilities). munurinn á þessum 2 hlutum er kostnaðurinn á persónupunktum sem fara í að hækka þá.

Persónupunktar eru einnig í 2 hlutum, hetjupunktar og hæfileikapunktar. 2 aðferðir eru til að nálgast svoleiðis punkta, í gegnum teningakast og í gengum söguverðlaun.

Eiginleikar jafnt sem hæfileikar byggjast á tölum, eðlilegur eiginleiki er í kringum 3-4 (miðað við mannlega eiginleika) og hæfileiki hefst upp frá því og upp í eins mikið og mögulegt er að telja upp í.

Tölurnar segja til um hæfileika persónunar á einstökum sviðum, eins og gengur og gerist með öll önnur spunaspilskerfi. talan segir einnig hversu mörgum teningum kastað er til að reyna á hæfileikann.

Dæmi: 2 hæfileikar sem vega á móti hvorum öðrum, köllum þá árás og vörn. ein persóna hefur 4 í árás en hin hefur 5 í vörn; árásarpersónan kastar því 4 teningum (einungis eru notaðir 6 hliða teningar) á móti vörn 5. útreikningurinn er svona:
árásarpersónan þarf að fá samtals 5 á teningana hjá sér til að hitta (frekar auðvelt), en það fer eftir hversu margar samtals 5 hún fær hversu mikinn mögulegan skaða árásarpersónan getur gert. segjum sem svo að hún fái 3, 3, 4 og 6 á teningana…6 hittir einusinni, 4 + 3 hittir öðru sinni en síðasti 3 gerir ekki neitt því það er ekki hægt að taka afganga af hinum köstunum til að bæta við afgangs teninga.
segjum nú sem svo að 6-an hafi verið villti teningurinn, það þýðir að þetta var hættulegt högg og það má bæta við einum tening við kastið, ef sá teningur kemur upp á 1 þá breytir það engu því 3 + 1 dugar ekki á móti vörn 5, en ef 2 kemur upp á teningnum þá hefur árásarpersónan hitt þrisvar og má þá kasta 3 teningum upp á skaða.

Eiginleikar:
segja til um hversu náttúrulega góð persónan er í sínum hæfileikum og hversu mikið álag persónan þolir.
eiginleikum er skipt upp í 4 hluta, 2 líkamlegir og 2 huglægir.
líkamlegu eiginleikarnir kýs ég að kalla Eld og Jörð sem einfaldlega má þýða sem styrk og þol. huglægu eiginleikarnir eru vatn og loft sem má þýða sem vit og vilja.
hver tvenna af eiginleikum inniheldur árásareiginleika og varnareiginleika, eldur táknar til dæmis liðleika, styrk og almenna hreyfihæfni á meðan jörð táknar þol og hæfni til að þola líkamlegt álag eins og sjúkdóma og sár. huglægu eiginleikarnir skipta sér þannig að loft táknar vit, þann eiginleika sem merkir persónu sem gáfaða og klóka…segir til um þekkingu og almenna færni í starfi sem krefst ekki endilega líkamlegrar færni. vatn er aftur á móti viljastyrkur einstaklings, hversu vel hann endist undir andlegri pressu og hversu vel hann verst andlegum árásum.

Hæfileikar skiptast einnig í tvennt, þar eru almennir hæfileikar og sérhæfðir hæfileikar. hæfileikar miðast út frá eiginleikanum sem þeir erfast frá og geta aðeins orðið ákveðið háir miðað við hann. almennur hæfileiki getur aðeins orðið helmingi hærri en viðkomandi eiginleiki, en sérhæfður hæfileiki getur orðið helmingi hærri en sá hæfileiki sem hann erfist frá.

það eru nokkrir auka hæfileikar og eiginleikar sem hægt er að nota, og erfast þeir inn í grunnhæfileikana sem aukaáhrif eða takmörkun á áhrifum.

mikilvægasti aukahæfileikinn er aðgerðastjórnun (initiative) sem segir til um hversu mikið þú getur framkvæmt í einu. aðgerðastjórnun miðast út frá árásareiginleikunum eld og lofti plús síðan þeim hæfileikapunktum sem lagðir hafa verið til til aukninar á aðgerðastjórnun. segjum sem svo að eldur og loft persónu sé samtals 8, plús að persónan hefur hækkað aðgerðastjórnun sína um 1 með hæfileikapunktum sem gefur henni 9 í AGS…
þessi persóna getur kastað allt að 9 teningum í hvert sinn sem hún gerir.
aðstæður og undirbúningur geta síðan hækkað eða lækkað þessa tölu.

auka eiginleikar eru ljós og myrkur, þetta eru alvöru galdraeiginleikarnir. allir hafa vissa stjórn á eld, jörð, vatni og lofti miðað við viðeigandi eiginleika, en þessir 2 eiginleikar segja til um alvöru galdrakraft (fer auðvitað eftir setting) persónunnar. persóna getur samkvæmt grunnhugmyndum ekki haft bæði ljós- og myrkraeiginleika, aðeins einn í einu. margir gætu líklega skilið þetta sem gott og illt eiginleika, en svo þarf ekki að vera þó það sé auðvitað líklegast…fyrir þá sem kannast við, þá þýðir þetta að mörgu leiti positive og negative en heitir bara svona fansí nöfnum til að rugla fólk og láta mig líta gáfulega út ;o).

jæja, nú þar sem ég er búinn að útskýra grunnatriðin um eiginleika þá get ég haldið áfram að tala um skaðann sem ég nefndi áðan. árásaraðilinn náði að gera 3 teninga í skaða á varnaraðilann…segjum sem svo að þessi árás hafi verið líkamleg, því kastar nú árásaraðilinn 3 á móti jörð varnaraðilans sem við skulum segja að sé 4 (svona eðlilegur byrjunar hetju eiginleiki). sama aðferð notuð, 3 teningum kastað og reynt að ná eins mörgum samtals 4 og mögulegt er. teningarnir koma upp sem 1, 3 og 5. 5 hittir og 1 + 3 hittir, sem þýðir að persónan gerði 2 í skaða af 4 sem varnaraðilinn er með. ansi vont högg verður að segjast!

nú verð ég að nefna aðeins um útbúnað (equipment), það er yfirleitt auðveldara að fá sér varnarútbúnað heldur en árásarútbúnað að því leiti að skjöldur og brynja hefðu hækkað varnarhæfileikann um þó nokkuð (fer auðvitað eftir stærð og styrk brynju og skjaldar) en mjög auðveldlega hefði verið hægt að hækka varnarhæfileikann um 2 með lélegum skildi og brynju, þá hefði árásaraðilinn aðeins hitt tvisvar (4+3 og 6+3) og aðeins fengið 1 í skaða (1, 3 eða 5 og afgangurinn gerir einn í skaða sama hvernig).
þess má auðvitað geta að villti teningurinn gildir alltaf í öllum teningaköstum og er hann fyrsti teningurinn sem notaður er, einnig eru þau köst sem hann bætir við líka villtir teningar þannig að ef þú ert lagin á 6-hliða teninginn getur þú gert nokkurn vegin hvað sem er með þeim eina tening…

það eina og kannski helsta sem eftir er að gera er að lista upp almenna hæfileika og prufukeyra dótið. einnig er ætlunin að bæta við sérstökum eiginleikum sem virka á sama hátt og feats og perks í viðeigandi spunaspilskerfum…

þeir sem langar til að hjálpa mér í að prufukeyra eða bæta við athugasemdum eða uppástungum eru velkomnir að tjá skoðanir sínar hér…

bj0rn - …