Við teljum að heimurinn sé í höndum okkar. Allt sem vert er að sjá er kannað, það eru engin fleiri lönd til að sjá, engar eyjur eða höf, né fjöll og skógar. Heimsveldi mannsins hefur risið og við höfum byggt borgir, miklar borgir sem þekja öll lönd. Við stöndum ekki í sameiningu, heldur berjumst við innvortis í sífellu. Maður á móti manni, trú hinna gömlu á móti trú hinni nýju. Það er vegur okkar að gjöra svo, því að þarmeð tryggjum við sterka afkomendur, sem munu þekkja til erfiðis.
Já, við höfum lagt undir okkur heiminn og gert hann að leikvelli okkar. Allt nema það sem liggur í norð-vestri, þar sem áður stóðu virki manna, en ekki lengur. Það er enn partur af kortinu, sem ekki hefur verið kannaður og mun ekki verða svo í bráð, því að þar ferðast enginn maður óhultur.
Poroklen jafngildir bölvun á svæðum landamæranna… nýju landamæranna, sem merkt voru í flýti eftir þann mikla missi sem fylgdi falli þeirra borga er voru byggðar lengra í burtu. Poroklen-fólkið tók allt sem þar var, brenndi allt til grunna og vógu hvern þann mann er dirfðist spreyta sig á móti þeim. Restin, þeir óheppnu, voru teknir til þrældóms fyrir kynstofn af vitsmunaverum mun mikilfengnari en mannkynið.
Varnirnar féllu nánast án mótstöðu. Styrkur þeirra og bardagahæfni létu hinn besta, mennska stríðsmann líta út sem nýliða, þegar þeir sópuðu sér yfir okkur, þessar fjólubláu ófreskjur. Ólíkt okkur voru þær ekki brynklæddar. Til hvers vera í brynju þegar að skinn þitt er seigara en unnið leður? Til hvers vera í brynju, sem hægir á þér, stóru skotmarki. Af hverju ekki nota þann hraða og kraft sem nátturan gaf þér? Það gera Poroklen, því þeir vita hvað í þeim býr.
Þeir eru jafnháir og maður og hálfur á hæð og furðulega mennskir í útliti. Það er alltaf hægt sjá Poroklen stríðmann á vettvangi. Djöfulleg vopn þeirra, svipur og ofsafengin sverð gerð úr svartmálmi, stærra en nokkur mennskur maður gæti mundað, skera sig í gegnum okkur eins og hnífur í gegnum smjör á meðan þeir hlægja… hlægja að barnalegum tilraunum okkar til að verjast.
En kraftur þeirra er ekki einungis byggður á vaxtarlaginu, því að þegar þú starir í augun á Poroklen stríðsmanni, djúp og sokkin sem þau eru, muntu sjá auðsprettu valdsins. Ótti, þinn ótti sem endurspeglast í gulum glyrnunum.
Þeir fáu sem geta staðið völlinn á móti Poroklen, varist gegn árásum þeirra og enn dregið andann njóta mikillar virðingar meðal okkar mannanna, en ekki bara hjá okkur, því að ekkert virðist gleðja Poroklen meira, en að sjá fæddann í okkar hópum, sannann stríðsmann; Hugmikinn og hæfann. Þeir menn eru því miður of fáir.
Þeir hefðu getað útmáð mannkynið af kortunum, tekið lönd okkar sem sín eigin, en svo varð aldrei. Því að eftir fall þriggja borga okkar, sneru þeir til baka, með ránsfeng sinn og hafa lítið sést síðan. Ekki nokkur maður með viti hefur elt þá og nú rýs Poroklen-veggurinn, vörn okkar gegn þessum ófreskjum í þeim dimmu tímum sem koma munu.
Bætt við 19. apríl 2007 - 02:15
rýs = rís ?
EvE Online: Karon Wodens