Eftirfarandi er stutt, endurskrifuð sena sem einn af spilendum mínum upplifði fyrir stuttu, þar sem ég reyndi að nota sem flest af þessum skilningsvitum.
Hann dróg sig frá bardaganum. Hann var kannski stór maður, seigur… þrjóskur, sem þurfti mikið til þess að láta granda sér, en hann var nú samt bara mennskur. Eftir mörg sársaukafull stungu og eggvopnssár var hann nær dauða en lífi. Hinir svokölluðu vinir hans voru annaðhvort of skelkaðir eða heldrifnir til þess að sinna honum og fóru því allir sitthvora leiðina. En hann hafði stoltið sitt enn… hver væri ekki stolltur eftir að hafa grandað ónáttúrulegri ófreskju, hálf-étnu en samt lifandi nauti sem var á stærð við ruslabíl. Já… hann hafði enn stoltið… og blessaðan hundinn, þennan ofvaxna og trygga sem hafði fylgt honum í gegnum árin. En stolt læknaði engin sár…
Eftir að hafa dregið sig í gegnum niðurbrenndar bæjarrústirnar var hann við dauðans dyr, þegar hann kom auga á von sína… Fyrir framan hann var gosbrunnur. Árum áður hafði þar staðið stytta af landstjóranum, ef til vill og frá höndum hans hefði runnið ískalt vatn, lífsblóð bæjarins. En styttan var nú klofin, haus og hendi fjarlægð og aðeins örlítil spræna rann úr því sem hefði verið háls styttunnar. Honum var sama hvaðan vatnið kom hinsvegar og réðist nánast á styttuna til þess að lepja vatnið frá henni. Kristaltært og svalandi… þetta var örugglega besta vatn í heimi, að drekka það var eins og að vera kominn í paradís og honum fannst eins og hann fylltist styrki á ný.
Eftir að hafa teygað nokkra sopa og hlustað á vatnið drjúpa niður til jarðar rann það upp fyrir honum að vatnið hafði virkilega fært honum styrk. Þreytan frá orrustunni áður var að hverfa, sár hans virtust minni… og vatnið kallaði til hans að drekka aftur og verða heill.
Hann lokaði augunum og sökkti sér í sprænuna á ný. Hann fékk sér góðan sopa… tilfinningin varð betri og betri… þó svo að vatnið virtist nú vera volgara en áður.
Hann drakk áfram og fannst eins og hann væri endurfæddur. Sárin voru nær horfin, hann var fylltur orku. Vatnið hinsvegar hafði nú skrítinn keim með sér… það var eins og það væri örlítið þykkara núna… með moldarbragði… eða járnbragði. Það gaf honum enn styrk hinsvegar, og sælutilfinningin var of sterk til þess að hætta drykkjunni.
Það var ekki fyrr en kögglarnir fundust í vatninu sem að hann hann varð meðvitaður um umhverfi sitt á ný. Köld styttan sem hann hafði nánast faðmað áður virtist mjúkari núna, nánast ilvolg meiraðsegja. Hann opnaði augun á ný og dróg sig frá styttunni… það sem hann hélt að hefði verið stytta.
Hann hélt í örmum sínum afhausuðu líki sem hafði verið stjaksett í miðjum gosbrunninum. Örlítil rönd af blóði lak frá hálsi þess, þar sem hann hafði drukkið frá. Hann féll afturábak, blandaðar tilfinningar herjandi á hann, og sökk hálfur ofan í samansafnað blóðið sem hafði runnið úr “gosbrunninum”. Jarðneski blóðilmurinn var út um allt.
Hann vildi ekki trúa þessu og þaut eins og óður upp úr ógeðinu sem hann var nánast syndandi í. Hann horfði á hundinn sinn, sallarólegann, sem lapti blóðið sjálfur.
EvE Online: Karon Wodens