Hvað eru spunaspil?
Veit þetta er mjög noob-question, en plz útskýrið fyrir mér hvað þetta er. Er þetta RPG eða?
Velkomin á Spunaspil.
Hér gefst spunaspilurum (Rólpleiurum, RPG-spilurum) tækifæri á að viðra sínar skoðanir á listinni, skiptast á hugmyndum og rotta sig saman um þau ýmsu málefni sem spunaspilun tengjast.
Roleplay (RPG), eða Spunaspil einsog orðið hefur hvað best verið íslenskað, lýsir ákveðinni tegund ævintýraleikja sem vinsælir hafa verið í grasrótinni í um 3 áratugi. Þekktasta spunaspilið er sennilega gamla Dungeons & Dragons sem gegnum tíðina hefur fengið misgóða útreið í fjölmiðlum. Þó spil þessi notist við eitthvað af hefðbundnum búnaði borðspila (s.s. tenginga) eru þau gjörólík öðrum spilum og í algjörum sérflokki. Í spunaspilum taka leikmenn sér hlutverk einnar söguhetju í ímynduðum heimi og vinna saman að því að leysa ýmis vandamál, ólíkt venjulegum borðspilum þar sem leikmenn etja kappi hver við annan. Spunaspil eru sennilega álíka vinsæl á Íslandi og hinum vesturlöndunum og eru sennilegast af einhverju magni leikin af hátt upp undir þúsund manns á Íslandi. Spilin eru leikin af hópum leikmanna frá 10 ára aldri og uppúr þó algengasti hópurinn sé sennilega á bilinu 15-30 ára.
Til gamans má geta að spunaspil eru það sem í upphafi hrinti af stað þeirri tegund tölvuleikja sem kallast hlutverkatölvuleikir (CRPG). Dæmi um slíka leiki eru: Eye of the Beholder, Ultima, Might and Magic, Fallout, og svo mætti lengi telja. Þessir leikir eru í raun tölvu-útgáfan af spunaspilum þó menn hafi lengi deilt um hvort tengja ætti þetta tvennt beint saman þar sem mannlegi þátturinn sem er svo mikilvægur í spunaspilum tapast eðlilega þegar í tölvuna er komið.
v a r g u r
Spunaspil Administrator