Tvö atriði sem hafa verið rædd við mig að undanförnu.
1. Kaup og sala á itemum.
Maður kaupir á því verði sem er birt í bókunum en vilji maður selja, hvað þá?
Ég legg til að hægt verði að selja á hálfvirði. Einfaldur reikningur og þægilegur.
Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum en myndi helst vilja geta sett eitthvað inn í reglurnar fyrir annað kvöld um þetta atriði.
2. Notkun non-combat itema í bardögum
Í bardaga Swooper og Krathos rak ég mig á hversu mism. túlkanir eru á því að nota non-combat item í bardögum, þ.e. item sem þarf að retrieve'a og kalla á notkun annað hvort annarrar eða beggja handa.
Sjálfur er ég á þeirri skoðun að noti menn scroll eða potion í bardaga, kalli það á að menn leggi vopn sín að einhverju leyti í hvíldarstöðu (í sheath, undir handlegginn, hnífinn í munninn osfrv.) og þurfi í raun að draga vopnið upp að nýju í næsta turni (quick draw verður skyndilega að góðu feati). Mér finnst satt best að segja kjánalegt að hugsa til þess að galdramaður geti dregið upp rullu, rúllað henni út og kastað galdri af henni án þess að sleppa vopninu sínu eða ganga frá því.
Þessi túlkun mín kallar vissulega á að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir nota potion eða scroll í miðjum bardaga, enda finnst mér það bara eðlilegt. En þetta er fantasíukerfi og kannski er hægt að horfa framhjá svona smáatriðum vegna þess.
Hvað finnst ykkur um þetta? Er þetta undir hverjum og einum dómara komið eða eigum við að setja einhverja almenna reglu um þetta?
Að lokum langar mig til að minna alla leikmenn á að vera lýsandi í aðgerðum sínum og rulewise. Ekki láta neitt liggja á milli hluta eða til túlkunar af dómara.
Einnig hef ég rekið mig á að sumir leikmenn nota Player Knowledge í leikjum sínum. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en ég minni dómara á, að verði þeir varir við slíkt að refsa leikmönnum umsvifalaust með frádrætti í xp/gp.