Eins og ég sagði við þig í PM-i þegar þú viðraðir hugmyndina við mig þá lýst mér ágætlega á þetta, gefur spilurum færi á að prófa mismunandi character hugmyndir og minnkar pirring af völdum þess að vera “fastur” í hægum bardaga (því maður getur barist við einhvern annan á meðan með hinum characternum sínum). Ég tel líka að þetta fyrirkomulag auðveldi nýjum spilurum að komast inn í leikinn þegar á líður og “kjarninn” verður kominn á hærri level, þá gæti verið erfitt fyrir nýjan fyrsta levels character að finna sér andstæðing.
Ein spurning samt; ef maður hefur tvo charactera, hvert fara þá dómgæslulaun? Deilast jafnt á báða? Á hærra levels characterinn? Ræður maður? Þann character sem er nær levelum þeirra sem börðust?
Peace through love, understanding and superior firepower.