Þið afsakið mig vonandi í gærkvöldi, þráðlausa-tengingin mín heimtaði restart á fimm mínútna fresti, og þar að auki lenti ég í gestkomandi pókerspili. Þ.a.l. var ég seinn að svara og náði ekki að koma með bærilega lýsingu á Karrick.
Karrick er hávaxinn, loðinn maður, með útlimi sem virðast eilítið of langir miðað við sverann bolinn. Hann hefur frekar stutt dökkbrúnt hár, sem stendur eins og óreglulegur vírbursti í allar áttir, og alskegg um breiða hökuna sem er álíka strítt. Andlitið er stórgert, við þessar aðstæður hörkulegt og dálítið ógnandi, en þegar Karrick er skemmt kemur oft á það aulalegt glott, og þegar hann er ánægður (með víni og mat) ummyndast andlitið í breitt, nánast einfeldnislegt bros.
Karrick er ekki týpískur barbari, hann ólst ekki upp sem villimaður í fjöllunum, heldur er hann local bully úr meðalstórum bæ, sem fæddist með þann hæfileika að á hann rann æði í slagsmálum, og þótti því illur viðureignar. Eftir því sem hann eltist (hann er núna tuttugu og tveggja) tókst honum að þróa með sér þónokkra stjórn á þessum æðisköstum.
Karrick er hluti af alræmdri fjölskyldu, og föðurbróðir hans (Sendohan Ciir) var illgjarn og mikils metinn prestur í þjónustu víðfeðmra glæpasamtaka.
Á vígvellinum, rétt fyrir bardagann beit Karrick í brauðhleif og ostarbita, jafnframt því að súpa á vatnsblönduðu víni. Hann hefur án efa horft með athygli á tígrídýrin, (honum þykja stór loðin dýr skemmtileg) og líka vegna þess þau er ekki að finna í norðrinu þaðan sem hann kemur. Þegar hann hljóp af stað með hrossahlátri skellti hann báðum höndum á sverðið og frussaði sjálfsagt útúr sér því sem eftir var í kjaftinum á honum af vínsósabrauðskorpum.