Í ljósi síðasta bardaga sem ég tók þátt í vil ég vekja athygli á nokkrum atriðum.

Í fyrsta lagi sagði dómarinn í þeim bardaga sem ég tók þátt í að han “gæti ekki leyft” sneak attack í ljósi þess að völlurinn er lítill. Er þetta málið, að dómarar geti bara þegar þeir vilja ákveðið að útiloka class feature og breytt reglum? Því ef svo er þá vil ég mótmæla því sterklega.


Í öðru lagi þá vil ég vekja athygli á orðalagi 6 greinar almenna regla arena leikjanna en þar segir:
“6. Leikur telst unnin ef andstæðingurinn er unconscious, kominn undir -1 hp eða getur enga björg sér veitt, t.d. hefur verið lokaður inni með Imprisonment galdri.”
Ástæðan fyrir því að ég vildi vekja athygli á þessu atriði er sú að andstæðingur minn í síðasta bardaga var með diehard feat-ið, sem leyfir honum að halda sér á fótum þrátt fyrir að vera kominn undir núll hit punkta, sem samkvæmt þessum reglum er þá algerlega gagnslaust feat. Legg ég þá til að orðalagi þessarrar reglu verði breytt til þess að þetta feat hafi einhvern tilgang.
“I'm not young enough to know everything”