Ég var að pæla, því nú hef ég fengið allskonar bögg um hvað ég spili mikið og hvernig og meira þvíumlíkt sem væntanlega flestir spunaspilarar þekkja til, en jú ég var að pæla hversu oft menn eru að spila á viku/mánuði? og við hvaða aðstæður.
Við erum nú með fastan tíma 2. á viku hjá okkur í kjallara íbúð vinar míns í questionable sanitary conditions. Yfirleitt ef eitthvað dettur á gólfið er það týnt að eylífu. Eða þá að kisan hóstar því útúr sér eftir tvo þrjá daga.
Ég býst við að þetta breytist þegar ég og kærasta mín erum búin að setja upp íbúðina okkar eins og við viljum hafa hana. Þá ætti aðstaðan að verða hvítum mönnum bjóðandi loksins, en þangað til verðum við að styrkja ónæmiskerfið okkar hinum megin í götunni.
Samt sem áður mjög fín aðstaða og nokkur skemmtilegustu kvöld ársins hafa farið þar fram :)