Ég gerði þetta um daginn. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að stofna Dungeons & Dragons klúbb í skólanum mínum. Ég veggfóðraði skólan með auglýsingum og fékk níu manns í kynningu seinna.
Ég gerði mitt besta en áhuginn var ekki meiri.
Ath. engin úr bekknum eða sem ég þekkti sá sér fært að koma :(
4 byrjuðu að spila. einn sem þekkti þetta fyrir, ég kenndi hinum. 2 hættu strax eftir fyrsta session, en þá fékk ég góðan vin minn í hópinn og núna er það mín fasta spilagrúppa, sem ég er mjög ánægður með.
Málið er hinsvegar að mig vantar eina einingu upp á stúdentspróf. Ég bjóst við að fá einingu fyrir klúbbastarf, eins og ALLIR aðrir klúbbar fá, sérstaklega þeir sem standa fyrir þeim.
Í mínum skóla fær fólk einingar fyrir tónlistarnám, skák, badminton, allt ÍTR starf, jafningjafræðsluna, Brids, kór og spunanámskeið.
En ég fæ ekki einingu.
Eins og Tmar sagði þá er það ekkert langsóttara að komast í sneið af 1 milljarð $, sem kemur af D&D sölu, eins og fyrir einhverjar sjónvarpsbullur að verða atvinnu fótboltamenn.