Ég verð reyndar að viðurkenna að minn hópur hefur aldrei nennt að pæla í sumum reglum, aðallega vegna þess að þegar 3.0 kom á sínum tíma lásum við ekki hverja einustu reglu heldur byrjuðum bara að spila með þann grunn sem skipti mestu máli, character creation, combat kerfið og það allt. Við höfum t.d. aldrei pælt í carrying capacity, bara beitt common sense í þeim efnum. Það hefur svosem ekki hindrað okkur í að skemmta okkur í spilinu. Ég mæli hins vegar með því að þið notið þær reglur sem gefnar eru í bókunum, því ef þið notið þær ekki frá byrjun er mjög erfitt að fara að taka þær upp og nota þær seinna. Miklu auðveldara að sleppa út reglum sem ykkur finnst óþarfi heldur en að bæta við fleirum.
Peace through love, understanding and superior firepower.