Það gengur út á að einn er sögumeistari og býr til sögu, eða ævintýri. Klassísk dæmi eru t.d. ævintýri sem líkjast hringadrottinssögu eða öðrum miðalda fantasíusögum.
Hinir eru leikmenn og búa sér til persónu sem er með ákveðinn persónuleika og eiginleika og þeir eru hetjur sögunar og í stað þess að hlusta á sögu upplesna eins og í sögustund, þá spila þeir í gegnum söguna með sem sú persóna sem þeir hafa skapað og reyna að koma að leiðarlokum með þeim eiginleikum sem þeim búa yfir.
Með tímanum verða persónurnar öflugari og eignast fleiri eiginleika. og geta þar með tekist á við erfiðari aflraunir.
Í flestum kerfum (leikreglum) er einhverstkonar tening kastað og eiginleika persónurnar bætt við. Segjum að þú sérst góður að klifra og ert þessvegna með eiginleikan “Klifur +4” og þú villt klifra upp vegg sem að tekur klifur check 15 til að komast upp. Þá kastar þú 20 hliða tening og plúsar svo þína +4 í klifri á þá tölu og vonar að þú náir yfir fimmtán, ef svo þá kommstu yfir vegginn.
Þetta er bara klassískt dæmi eftir “D20” reglum
Leikreglur fara eftir kerfum. Hið vinsælasta og elsta er Dungeons & Dragons og eru það mjög miklar og flóknar reglur sem hafa næstum tilbúnar reglur fyrir hvaða aðstæður sem leikmenn geta komið sér í.
Þetta er ótrúlega skemmtilegt form af spilum og gerir marga mjög háða því. Tökum sem dæmi að grúppan mín spilar nær hverja einustu mínútu sem við eigum allir aflögu saman. Enda ein aðal ástríða okkar allra.
Svarar þetta spurningu þinni?