Hæ…
Þorsteinn Ingason hér, sem er með “Steinninn Ævintýrabækur” (í kjallara, Faxaskjol 24, Reykjavik 107, Sími: 551-0804)
Mig langaði til að hoppa hér inn í umræðuna og staðfest að ég er ennþá með fullt af roleplaying bókum eða “landsins mesta úrval” eins og viðskyptafólk segir, og hef verið í gangi síðan 1989.
Þessa dagana er ég, að vísu, að kenna við Iðnskólann í Reykjavík, og er þarmeð nánast ALDREI heima…. nema um helgar!
Ég hef hitt Þorstein Kristjánsson oft - bæði í Goðsögn, Nexus og á þeim spilamótum sem ég var að kynna RPS (“RolePlaying System” sem er D10 kerfi sem ég samdi)… og þegar ég var með Wizards of the Coast umboðið (Magic the Gathering) verslaði Goðsögn/Nexus, Genus og “Eddi” (á skólavörustíg) við mig reglulega.
Ekkert nema góð vinátta hefur verið á milli allra spilasöluaðila hérlendis. Hlekkur er á Fáfnirs vefsíðunum til og frá síðu Steinsins, til dæmis.
-
Mig langar svolítið til að segja ykkur pínulítið frá hvernig þetta byrjaði hjá mér, og af hverju “Steinninn” var valin sem nafnið… Það er alltaf gaman að segja frá því.
1989 var lítið til af roleplaying bókum hérlendis, en það voru sammt hópar sem voru að spila.
Einn dag kom einn vinur minn, og spilafélagi, í heimsókn og spurði hvort hann mætti kaupa af mér RuneQuest (RQ) bókina mína, ef hann borgaði það sem þyrfti til að ég fengi nýja frá Englandi. Venjulega lána ég ekki, né sel bækurnar úr safninu mínu, en… ef hann var með kerfið myndi það þýða að ég gæti farið að spila RQ hjá honum… einhvertíman. Svo ég gékk inná þetta.
Stuttu síðar kom annar strákur og spurði mig hvort ég myndi selja sér Call of Cthulhu (CoC) reglubókina mína… Ég hélt nú ekki! Hann sagði: “En þú seldir vini mínum RQ bókina þína” - Ég sagði að það væri öðruvísi, hann ætlaði að borga fyrir að ég fengi nýja bók… Þá sagði þessi, “Hej, ég geri það bara líka!”
Þannig var að ég seldi báðar bækurnar, og fékk glænýja útgáfu af CoC! Ekki sem verst!
Svo kom sami strákurinn í heimsókn aftur og spurði mig hvort hann mætti kaupa nýju útgáfuna af mér líka… og hvort ég væri bara ekki til í að vera með smá safn af þeim kerfum/bókum sem enginn annar var að flytja inn… “svo við séum ekki alltaf að kaupa bókina að þér… og þú fáir að lesa þína í friði loksins”…
Mér leist bara ágætlega á það… og þó að skattstjóri og endurskoðendurnir voru ekkert allt of ánagðir með það að ég var að flytja inn mikklu meira en ég var að selja, þá gékk þetta ágætlega í nokkur ár… eða þangað til að “Magic the Gathering” eyðilagði allt roleplaying… og það var allt mér að kenna líka… þar sem ég flutti inn M:TG og var umboðsaðili Wizards of the Coast á íslandi (ahem) fyrstu árinn.
“Steinninn” sem nafn varð til vegna þess að
allir verslunarmenn eru fangar viðskyptavina sinna.
Ef þú ert ekki við, þá selur þú ekki neitt… þannig að ef ég vill selja bækur, sit ég svo gott sem, í “steininum”… og ég heiti Þorsteinn, sem er Steinn Þórs… nú eruð þið farin að skylja þetta, ekki satt?
Ykkar vinur,
Þorsteinn Inga
Steinninn Ævintýrabækur
TheStone Adventure Books
sími: 551-0804 (um helgar)
551-0969 (skilaboð)