Crestfallen segir (út um rassgatið á sér): “Ég skil hvað þú átt við, en finnst það samt leiðinlegt fyrir þig að þú getir ekki lengur haft gaman af eins æðislegum hlut eins og D&D.”
Ef ég hef ekki gaman af “hlutnum”, þá er hann varla svo æðislegur í mínum augum, er það? Og ef ég er mun sáttari við önnur kerfi en D&D, þá getur mér varla verið vorkunn, er það? Ég hef alltaf grætt á því að hugsa hlutina til enda, kannski að þú gætir lært af því.
Ég er búinn að vera í spunaspilum mörgum árum lengur en þú og, trúðu mér, ég hugsaði einu sinni eins og þú gerir nú. Ég hélt að D&D væri bara það besta í heiminum og að ég myndi aldrei vilja vera í öðrum kerfum. Ég hugsaði meira að segja eins og þú varðandi það að ég yrði nú ekkert eins og hinir sem voru búnir að vera í þessu í mörg ár og komnir með leið á D&D, ég myndi ekki verða þannig. Þetta bara gerist, D&D er það meingallað kerfi að það kemur að því að maður leggur það á hilluna (eins og ég sagði áður: 95%).
Það kerfi sem hefur hiklaust besta flæðið er Call of Cthulhu (þarf ég að taka það fram að ég er að tala um Chaosium en ekki d20 ómyndina?), og það kerfi sem ég er hrifnastur af er World of Darkness, og þá allra helst Vampire: the Requiem. Í world of darkness falla bækurnar um heiminn, ekki kerfið, prestige classes, vopn, fleiri feats og flehflehfleh.
Engin þörf á að fara í vörn, enda ekki eins illa meint og þú túlkar mig.
Í stuttu máli sagt, eins og kemur fram í byrjun á flestum kerfum að takmarkið er skemmtun, en ekki rifrildi um reglur eða annað slíkt. Þannig að þegar menn verða reynslumeiri og standardinn byrjar að hækka (eða áherslur breytast) þá hættir maður að hafa gaman af hlutum sem maður skemmti sér konunglega yfir áður fyrr.
Geðveik spilasession með D&D og vinum mínum er nóg til að gera mitt kvöld. En þegar maður er komin með það mikla reynslu (eða standarda, áherslur ect.) að maður geti ekki fengið sömu upplifun ef það er ekki “þessi nákvæmlegi teningur, þetta nákvæma kerfi, þetta nákvæmlega spellsystem convertað inn í þetta” annars er manni að hundleiðast og endar með lélegt kvöld, það er hlutur sem ég öfunda ekki.
Þetta kemur mér fyrir sjónir eins og erfiðari/lengri/þrengri leið að sama takmarkinu; Að skemmta sér ótrúlega vel í góðra vina hópi á ótrúlega velheppnuðum og skemmtilegum spilafundi
Þetta er ekki D&D fanboyismi á neinn hátt. Heldur um að þegar spilagleðinn og upplifuninn á góðu sessioni þrengist svo um munar að nær allir spilararnir eru komnir með nákvæmar sérþarfir og *hata* hina og þessa hluti og geta ekki hugsað sér að nota þá sem part af eftirminnilegu kvöldi. Það finnst mér slæm þróun.
Ekkert að því að þróast í önnur kerfi og fá leið á öðrum en ég er að tala um öfgarnar sem koma stundum fram í mjög reyndum spilurum. Sumir þurfa svo rosalega sérmeðferð og *hata* svo rosalega margt að þeir geta ekki haft gaman neinu nema nákvæmlega þeirra eigin convörtaða kerfi.
Annars er allt ónýtt og asnalegt.
Ath. nú er ég að tala um hvað mestu öfgarnar.
Ég hef mjög mikin áhuga á allskonar kerfum, þessvegna gerði ég þráðinn um bestu kerfin til að fá þá umræðu í loftið hérna, þar sem hún yrði um annað en “D&D reglu spurningar” og einnig til að fræðast um fleiri kerfi.
Málið er bara að það er meira enn að segja það að byrja á nýjum kerfum þar sem þau eru flest öll mjög flókin og kostnaðarsöm auk þess að maður þarf heilan hóp sem er tilbúin að leggja það sama á sig og þú með tíma og fjárfestingar. Það er ein aðal ástæðan fyrir að ég er í D&D en ekki einhverjum öðrum kerfum sem margir hérna hafa mælt með.
Afhverju heldur þú að ég hafi spurt þig um þín uppáhalds kerfi ef ég væri bara að reyna að vera með leiðindi :S
Það er því ég met hvað þér finnst um hin mismunandi kerfi, vegna þess, eins og þú nefndir, þá ertu búin að vera í þessu mun lengur en ég og einn af þeim spilurum hérna sem ég virði hvað mest.
Þannig að þessi árásargirni þín kemur mér töluvert á óvart… Kannski orðaði ég þetta eitthvað asnalega, en F**k it, ekkert illa meint amk.
0
Það er mikill misskilningur að önnur kerfi séu nákvæmari og/eða flóknari. Af öllum þeim kerfum sem ég hef spilað er D&D langsamlega það flóknasta. Maður þarf að leggja mest á sig til að læra D&D, af öllum þeim kerfum sem ég hef spilað! Maður kennir félaga sínum Call of Cthulhu á korteri (og þá er ég að tala um character creation og allar reglur sem hann kemur nokkurn tíma til með að nota!). Gallinn við D&D er einmitt hvað það er óþarflega flókið. Sum kerfi eru gerð flókin því þau eiga að vera svo raunveruleg, D&D er ljósár frá því að vera á nokkurn máta raunverulegt, en er samt sjúklega flókið (enda búið að endurnýja kerfið svo oft að það er orðið samhengislaust og bjánalegt).
Þú segir: "Málið er bara að það er meira enn að segja það að byrja á nýjum kerfum þar sem þau eru flest öll mjög flókin“
Því er ég þegar búinn að svara. Framhald:
”[...]og kostnaðarsöm auk þess að maður þarf heilan hóp sem er tilbúin að leggja það sama á sig og þú með tíma og fjárfestingar."
Kostnaðarsöm? Hvað heldurðu að grúbban þín eyði í D&D bækur á ársgrundvelli? Call of Cthulhu er EINA bókin sem þú þarft til að spila Call of Cthulhu kerfið og þú getur fengið hana á eBay á undir 1000 krónum með sendingarkostnaði. Hópurinn þarf bara eina slíka bók! World of Darkness bókin kostar undir 3000 krónum í Nexus.
Þú segir sjálfur að aðalástæðan fyrir því að þú sért í D&D sé að önnur kerfi séu flókin og bækurnar dýrar. Málið er samt það að þú ert í dýrasta og flóknasta kerfinu.
0
:S heh, well spank me and call me mrs. claus.
Ég er að vísu búin að kaupa 33 D&D bækur sem er í kringum 100.000 kr …. heh =Z
Ætli það sé ekki að byrja á nýju kerfi sem virkar ógnandi, þegar ég færi það á hvað ég var lengi að stúdera og mastera D&D. Að byrja þetta ferli upp á nýtt virðist óhugsandi vinna peningur og tími. En það er gott að hafa fólk eins og þig sem slær aumingjan úr manni og kemur manni til að drattast úr safe haven´inu sínu og gera eitthvað :)
Ég hef lengi verið spenntur fyrir “A game of two thrones” kannski maður fari að gera nú eitthvað í því og kaupa grunnbækurnar og kýli á þetta… back to square one.
Ég er farin aftur í þráðinn um bestu kerfin til að tékka betur á þessu og taka upp challenge´ið að byrja upp á nýtt í nýju kerfi og sjá hvort að ég fá þetta standard epiphany af D&D-sökkisma sem flestir fá eftir að hafa farið í gegnum þetta :)
0