Maður er búin að heyra af svo rosalega hatri hérna og annarstaðar frá reyndum spunaspilurum á hina og þessa hluti að manni er næstum hætt að standa á sama.

Var ég að spjalla við mann um dagin sem neitar að spila D20 því það er ekki nógu kúl og underground fyrir hann lengur.
Annar neitar harðlega að spila D&D, flestir spilarar yfir 22 dauðskammast sín fyrir að fíla Forgotten Realms Campaign settingið.
Einn vill ekki spila með levelum, annar kemur ekki nálægt neinu með 10 hliða teningi, einn fer að væla ef characterinn hans er með HP.
Blargh!

Þetta er sama formúlan í nær öllum áhugamálum. Sérstaklega verður maður var við þetta í Metalnum, að þegar menn komast lengra inn í stefnuna, því fleiri hljómsveitir byrjar hann að hata, og Guð hjálpi þeim sem eru vinsælar, eða þá frægar ;:/

Mér finnst þetta svo kjánalegt og ég ætla rétt að vona að ég verði aldrei svo góður spunaspilari að ég taki upp þessa þröngsýni.

Af sjá fullorðna menn að keppast um hver spilar minnst þekkta kerfið, eða með mest heimatilbúna (þannig að það er örugt að það spilar það engin annar) er nóg til að gefa mér aulahroll niður í tær

Takmarkið af þessu öllu saman er bara að hafa gaman af með vinum sínum. Þegar þú ferð heim af sessioni þá ertu ennþá að hlæja að einhverju sem gerðist fyrir 20 mín þegar þú hugsar til baka.

Ég ætla amk. að reyna að halda í fáfræði mína það lengi að ég get reynt að hafa gaman af sem flestu áður en ég upplýsist og byrja að hata allt.

Takk fyrir mig

Bætt við 6. desember 2006 - 12:41
Þetta átti auðvitað að segja vona ekki “vina” :P