Stærsti gallinn við core klassana í D&D er sá að þeir eru ekki balanced sín á milli. Ef þú skoðar t.d. klassana í Arcana Unearthed eða Spycraft sem dæmi þá eru þeir mjög vel balanced þ.a. enginn einn klassi er verulega betri eða verri en annar.
Í D&D eru sumir klassar alveg frámunalega fatlaðir (sorcerer, wizard, fighter) á meðan aðrir eru frámunalega góðir (monk, barbarian, ranger)
Hit points má laga með því að nota wound kerfið úr UA (sem er frekar bleh), wounds/vitality kerfið úr Spycraft eða Star Wars (sem er fínt) eða Grim'N'Gritty reglurnar (sem eru brútal). Það fer eftir því hversu brútal og/eða cinematic maður vill hafa D&D-ið en allar þessar aðferðir hafa það sameiginlegt að henda út HP kerfinu og koma með smá indicator á það hversu illa screwed menn eru eftir að hafa tekið skaða.
Mana kerfi er laaaaang besta magic formúlan. Af hverju? Jú, þú hefur X-mikið mana, það kostar Y-mikið að kasta galdrinum þ.a. af ef X er meira en Y þá er allt í gúddí. Svo fær maður ákv. mikið af mana til baka á ákv. miklum tíma. Ekkert svo og svo mörg slot af spellum á 24 tíma fresti.
GURPS notar t.d. mana-based magic og virkar bara mjög vel.
Það er ágætis mana-based casting kerfi í Everquest d20 en ég man ekki eftir að hafa séð annan útgefinn d20 variant sem notar mana í staðinn fyrir slott. Það hefur sína galla en ekkert sem maður getur ekki annað hvort lagað eða lifað með. Stóri gallinn er hins vegar sá að það hentar ekki vel fyrir standard PHB galdrana nema maður leggi í smá conversion vinnu.
Ef maður vill hins vegar ekki fara mana leiðina í D&D/d20, sem ég skil alveg, þá mæli ég eindregið með spellcasting systeminu úr Arcana Unearthed. Þar ertu ennþá með spell slot sem þú notar en þú getur búnkað saman lægri level slot til að fá hærra level og splittað hærra level slottum til að fá lægra level, háð takmörkunum að sjálfsögðu. Það sem er besta breytingin frá þessu standard Vancian memorization kerfi er að nú hafa menn alltaf alla sína galdra memorized (þeir gleyma sem sagt engu) en hafa ákveðið sett af göldrunum sínum ready to go. Svo geta þeir notað ready-to-go galdrana eins og þeir vilja, svo lengi sem þeir hafa eða geta framleitt slot á réttu leveli. Ef þeim vantar aðra galdra, þá er bara að taka sér smá pásu og skipta út, ekkert 8-tíma svefns rugl.
Svo er í Dark Inheritance fyrir Spycraft mjög sniðug viðbót við magic kerfið sem leyfir galdramönnum, þegar þeir eru búnir með slottin sín eða tíma ekki að nota þau, að draga til sín “mana” úr umhverfinu til að powera spellana sína. Gallinn verandi sá að þetta er skill og ef hann feilar illa þá er galdrakallsgreyið í vondum málum. Og því hærra level spell, því meiri líkur á að þetta fari illa.
Warhammer er svo kannski umræðuefni f. annan þráð - við skulum bara láta það nægja að segja að það sé svolítil einföldun á því sem er að gerast að menn mætist bara í miðjunni og lemji á hvor öðrum :) Þetta er hellings taktík og hugsun á bak við þetta þegar menn eru að reyna að ná yfirráðum yfir vígvellinum, outmaneuvera andstæðinginn og komast í bardagann á sínum forsendum.
R.