Kerfið hefur breyst talsvert. Kjarninn er svipaður en það er búið að byggja betur í kringum hann í 3e en í 2e. Einnig er búið að einfalda kerfið ansi mikið. Nokkrir í hópnum mínum hafa haft það á orði að þetta sé orðið tölvuleikur í bókaformi.
Helstu breytingarnar í 3e eru þessar:
1. Núna er bara ein leið til að gera eitthvað - d20+modifier vs. difficulty. Þetta á við um hit roll, skill roll, saving throws, turn undead, o.s.frv. Þetta gerir það t.d. að THAC0 er ekki til lengur eins og í 2e.
2. Allir klassar eru “equal” og nota sömu xp töflu. Allir stattar nota sömu töfluna fyrir bónusa og mínusa. Gallinn við xp töfluna er hins vegar sá að hún hættir í 20. level og eftir það þarf maður reglur sem koma einhvern tímann í einhverri “high-level bók”. Þessar reglur eru þó til á netinu fyrir þá sem nenna að leita í gegnum WotC síðuna eftir þeim. Þær eru reyndar svo asnalegar að það nær ekki nokkurri átt.
3. Universal xp tafla fyrir öll monster þar sem xp hækkar/lækkar eftir því hversu mikið challenge monsterin eru fyrir characterana (hún er reyndar handónýt á lægstu levelunum).
4. Skill kerfið er mun betra en gamla proficiency kerfið. Það hefur auðvitað sína galla en það er ekkert sem þarf að þvælast fyrir manni. Feats eru svo ágætis viðbót sem t.d. gera fighter klassan loksins spilanlegann einann og sér.
Aðal gallinn við kerfið er svo hins vegar sá að ef maður ætlar að nota gamla 2e dótið sitt þá þarf að converta helling af hlutum. Sem betur fer er flest af því afar einfalt, en sumt er meira mál (t.d. þá eru multi-class characterar í 2e miklu kraftmeiri en multi-class characterar í 3e).
WotC gat svo auðvitað ekki stillt sig um að svíkja það loforð sem þeir voru búnir að gefa þegar 3e dæmið byrjaði, að þeir myndu ekki gera eins og TSR, að hafa 100 bækur til að geta gert það sem þú vilt gera. Sem dæmi: í Monster Manual eru aðeins 3 af 5 major genie tegundunum. Hinar tvær eru í Manual of the Planes. Sem betur fer er fullt af stöðum á netinu, t.d. vefsíða sem heitir d20reviews.com og undirsíða þar sem heitir Creature Catalog, þar sem maður getur fengið conversionir af 2e monsters yfir í 3e.
Í stuttu máli þá er D&D 3e alveg ágætis kerfi, ef maður fílar AD&D á annað borð. Og þar sem kerfið fellur undir svokallað Open Gamin Licence þá má hver sem er búa til bækur fyrir það, og þess vegna er þegar kominn aragrúi af dóti frá WotC og öðrum, bæði í bókaformi og á tölvutæku formi.
Rúnar M.
runarm@itn.is