Datt í hug að draga aðeins úr trúarþráðum og beina þeirri spurningu til fólks, hvaða aðferð það noti til að kasta upp á stats í D&D?
Sú aðferð sem ég hef notað mest er líklega þessi hér:
bestu 3 af 4d6; þrjár statta raðir (3x6), ekki leyft að raða stöttum, en eftir að ein röð er valin má annað tveggja, svissa tveimur stöttum eða kasta upp á einum aftur.
Fyrir þessa notaði ég töluvert:
bestu 3 af 4d6; þangað til þú færð eitthvað sem þú ert sáttur með, en ef þú byrjar á nýrri er sú síðasta glötuð.
Hún gat hinsvegar verið helst til tímafrek á köflum ;)
Point buy er fyrir mér frekar backdrop, ef einhver reynist vera einstaklega óheppinn, eða hreinlega slæmur teningaþeytir.