Munurinn á WoW og Spunaspilum er eins og á vinnuni þinni og frítímanum þínum. Og hér er ég að líkja WoW við vinnuna.
Í spunaspilum geturðu gert allt, svo langt sem ímyndunarafl þitt nær og ert ekki bundin af neinum takmörkunum (þó það sé nú gaman að hafa eitthvað af þeim). WoW er afturámóti mjög línulegur, þú ferð uppá lvl 60 með að endurtaka sömu aðgerðina milljón sinnum, þá geturðu farið í PvP. Svo svipað og að komast á eftirlaun. (Og pvp-ið í WoW er svona álíka jafngeðveikt og eftirlaun eldri borgara á Íslandi).