Mér þykir leitt að segja þér það en þessar heimildir eru einfaldlega rangar.
Fyrsta D&D campaign settingið var gamli góði “D&D” heimurinn - síðar þekktur sem Mystara.
Næst kom Greyhawk, sem átti að vera meira “fullorðinn” fantasy heimur.
Nota bene - hvorugur þessara heima hafði neitt “support” af viti. Engar skáldsögur, heimarnir aðallega kynntir í gegnum ævintýri og eitthvert ómerkilegt smotterí af promotional efni. Greyhawk boxed settið var svo gefið út, að mig minnir 1981 eða 82 (er ekki 100% - finn ekki eintakið mitt af settinu) - Greyhawk er a.m.k. copyrighted 1980.
Svo datt einhverjum sniðugum gaur hjá TSR í hug að búa til seriú af ævintýrum og ráða rithöfunda til að skrifa skáldsögur um hetjur sem fóru í gegnum þessi ævintýri til að kynna heiminn fyrir almenningi. Þar kom Dragonlance loksins fram, árið 1984.
TSR byrjaði að gefa út ævintýrin og svo komu skáldsögurnar þeirra Hickman og Weiss út í framhaldi af því.
Fyrsta official Campaign settingið, þ.e.a.s. RPG pródúkt sem var markaðssett sem slíkt (1987), var svo Forgotten Realms sem átti að verða flaggskipið í AD&D línunni hjá TSR.
Á svipuðum tíma komu út 2 hardcover bækur sem tóku saman alls konar samtíníng af upplýsingum um Greyhawk og Dragonlance og fyrstu gazetteer bækurnar fyrir D&D heiminn sem gerðu hann loks að alvöru campaign setting.
Dragonlance bókin var fyrsti vísirinn að campaign setting utan um þessa fyrstu, en afskaplega vinsælu, ævintýraseríu - en það er allt sem DL var þangað til þessi bók kom út, árið 1987.
Ergo, röðin var:
D&D heimurinn
Greyhawk
DL (bara sem ævintýrasería og ein tríólógía)
FR
D&D (sem alvöru setting)
DL (sem campaign setting)
OA
og svo allt hitt í framhaldi, Al-Qadim, Ravenloft, Spelljammer og Planescape
Og þannig var það nú
Djöfull er ég orðinn gamall :)
R.