Leyfðu mér að umorða þetta aðeins.
Tímasetningin á Fáfnismótinu er perfect… það er tímasetningin á Skjálfta sem getur ekki verið verr. :)
Fyrir utan það þá myndi ég flytja til mótið ef það væri hægt. Ég skal útskíra hvers vegna þetta verður að vera þessa helgi.
1) Húsnæðið verður ekki tilbúið fyrr.
2) Eftir þessa helgi verð ég kominn í verkefnaskil í skólanum hjá mér sem þýðir einfaldlega það að ég gæti ekki haldið mótið = ekkert mót.
3) Í desember eru próf hjá flestum.
4) Eftir áramót er einfaldlega of seint.
En svona til huggunar þá fáum við meiri sveigjanleika í mótshaldið eftir áramót og þá skal ég passa það að skotglaðir roleplayerar komist á Skjálfta.
Kær kveðja,
-Steini
Ps. Hvers vegna að velja Fáfnir frekar en Skjálfta:
(A) Helmingi ódýrara á Fáfni heldur en á Skjálfta.
(B) Húsið er opið lengur hjá Fáfni.
(C) Þú getur alltaf spilað CS og Quake heima hjá þér.
(D) Það er svo langt síðan að síðasta mót var.
(E) Það eru ekki bólugrafnir krakkar sem selja þér kaldar pizzur. :D
(F) Meiri stemning og hollara fyrir heilan.<br><br>Kveðja,
-Steini
steinerinn@hotmail.com
http://www.simnet.is/thestone/