Jæja gott fólk. Við erum 2 spilarar/DMar í leit að góðu fólki til að stækka spilahópinn okkar. Við erum að leita að bæði spilurum og DMum á svipuðum aldri og staðsetningu og við. Við erum sumsé 19 og 22 og báðir á höfuðborgarsvæðinu.
Pælingin er að koma saman góðum hóp sem hefur áhuga á að halda gangandi skemmtilegum og sæmilega alvarlegum og metnaðarfullum hóp. Ekki hack n' slash heldur story-based spilanir og ekki að vera sífellt að skipta og byrja á einhverju nýju heldur halda hlutum gangandi þannig að allt geti þróast og þroskast.
Við viljum semsagt spila D&D 3.5, ekkert ótrúlega bundið við einhvern specific campaign heim þótt Faerun sé í miklu uppáhaldi hjá öðrum okkar.
Allaveganna, þeir sem hafa áhuga á að vera í skemmtilegum og góðum spilahóp, annaðhvort sem spilarar eða DMar, hafið samband við mig hér eða í email kjarri2000@hotmail.com

Kjartan
“I'm not young enough to know everything”