Þega einhver spyr mig þá segi ég alltaf, “Það er ekki hægt að lýsa því með góðu móti hvað RPG er… þú verður að prófa það til að skilja það.”
Ef sá sem spyr vill endilega fá útskíringu á RPG þá blaðra ég í ca. 15-30 mínútur stanslaust og hætti þegar ég sé spyrilinn standa agndofa með gapandi munninn og geri ég mér þá grein fyrir að hann skyldi lítið sem ekkert sem ég sagði.
ég geri nokkurn vegin það sama nema að enu sinni gekk *útskýringin* það langt að viðkomandi hljóp burt öskrandi “Brjáluð dúfa, brjáluð dúfa!” en síðan komst ég að því að það öskur hafði ekkert með útskýringuna mína að gera…:)
Einfalt Roleplay er eins og spunaleikrit, playerarnir eru aðalleikarar og stjórnandinn er leikstjóri og í öllum aukahlutverkum. Hann kemur síðan með general plott hugmynd.
Þetta er mín besta útskýring á hvað RPG er.
tves - the universes main source of useless information.
“Spunaspil eru hugleikur, það er setið við borð og spunnið upp sögu í kringum persónur sem þáttakendur búa til.”
þetta er stista lýsing sem ég hef gefið, en yfirleitt blaðra ég þangað til sá sem spurði og allir í kringum mig horfa á mig eins og ég sé e-ð skrítin… ;o)
RPG er að vera einhver annar en samt þú sjálfur, að losa sig undir veraldlegt stress og njóta samveru vina og gera sér glaðan dag(eða nótt)<br><br>————————— “Spiritual atonement can be achieved with the exertion of body through the power of Martial Arts” <br> <a href="http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
RPG er þegar þú skoðar innviði huga þíns, tekur upp heftibyssuna og skáldar upp veggfóður sem þú heftir lauslega á veggina, hefur það þar um stund og nýtur þess. Þegar þú tekur það niður hefurðu annaðhvort ekki fyrir því að rífa heftin úr og eitthvað af veggfóðrinu situr eftir á því upprunalega, eða þá að þú plokkar öll heftin úr og situr eftir með litlar holur í veggjunum og veggfóðrinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..