Ég kem til með að stjórna Vampire the Requiem á mótinu. Hér er copy/paste af því sem ég skrifaði:
Kerfi/spil: Vampire: the Requiem.
Nafn: Haukur Dór.
Aldurstakmark: 18 ár.
Aðrar takmarkanir: Þeir sem eru ekki að mæta á mini-mót til að spila eru ekki velkomnir á mitt borð. Af fenginni reynslu er sem nokkrir mæti til að misþyrma sessunauti, sveifla vasahníf eða að gera eitthvað annað álíka fáránlegt. Ég áskil mér rétt til að vísa þannig mönnum af borðinu mínu ef þeir geta ekki hagað sér eins og fullorðið fólk. Mini-mót eru til þess að hafa gaman af þeim og ég mun hiklaust losa mig við fólk sem skemmir skemmtunina fyrir öðrum.
Reykingapásur: Það verða tvö hlé á spilun og geta eiturlyfjasjúklingar notað þann tíma í hægvirkt sjálfsmorð.
Lýsing: Spilarar taka á sig hlutverk nýliða í Invictus. Sagan gerist í Lundúnum árið 2006. Á samkomu Invictus-manna fá leikmenn fregnir af vandamáli sem virðist auðleyst. Er þeir kafa dýpra í málið kemur í ljós að margir endar virðast lausir og mörgum spurningum ósvarað. Margar vampírur Lundúna virðast flæktar í málið og lausnin ekki í sjónmáli. Er málið leikmönnum óyfirstíganlegt eða er þetta þeirra tækifæri til að sanna sig fyrir stórlöxunum í Invictus og stíga sín fyrstu skref til frægðar og frama?
Annað: Spilað verður fram yfir miðnætti og hæpið að fólk nái strætó heim.