Já, nei, ég var að kommentera með scifi-spil sem vantaði í könnunina, en þetta er kannski meira flokkað sem setting.
Ég las einhverntíman dáldið góðan rökstuðning fyrir því að Star Wars væri fantasy, ekki sci-fi. Ég man ekki efni greinarinnar nógu vel en hún gekk m.a. útá að töfrar væru megin þemað, þ.e. yfirnáttúrulegir hlutir sem ekki væru útskýrðir vísindalega spiluðu stærri rullu en áhrif þróaðarar tækni. Í star wars urðu ófáir árekstrar á milli fantasíu og vísinda og þessvegna eru myndirnar núna oft flokkaðar sem science fantasy.
Byrjunartextinn “A long time a go in a galaxy far, far away” er sömuleiðis líkleg vísun í það að star wars eigi meira skylt við ævintýri og mýtur en framtíðarsýnarskáldverk.