Sko, við skulum ekki gleyma því að þetta eru ekki “modern times” sem um ræðir, heldur miðaldir, og þó svo að pyntingar séu ekkert sérstaklega nice þá verðum við að hafa það í huga að á miðöldum voru þær afskaplega ásættanlegt úrræði til að draga upplýsingar upp úr misyndismönnum.
við skulum heldur ekki gleyma því að paladin er ekki alltaf það sama og paladin. Það skiptir svolítið miklu máli hvaða guð á í hlut. Ef þetta er guð striðs, verndar, eða réttlætis (eða eitthvað í þá áttina) þá eru pyntingar í hófi bara tól sem er full nothæft til að framfylgja réttlæti og vernda sakleysingja. Í slíku tilfelli ætti þessi paladin ekki að vera í neinum vandræðum.
Ef um guð fegurðar, náttúru, eða einhvers annars en áður er upp talið, þá gæti þessi paladin átt það á hættu að vera í djúpri dellu hvort sem þessi aðgerð hafi verið réttlætanleg eða ekki. Ef þetta var gert með góðum ásetningi þá væri quest til að bæta fyrir alveg réttlætanlegt, en ef þetta var hins vegar gert alveg viljandi og iðrunarlaust þá á hann á hættu að missa statusinn sinn sem paladin og verða bara venjulegur fighter, nema að hann sé “mikilvægur” og guðinn hans vilji gefa honum séns.
Það er allt of mikið um það að paladinar eru spilaðir sem einhverjir happy-bunny, allir-eru-jafnir, má-ekki-hrækja-á-götuna-því-þá-lemur-guðinn-minn-mig týpur. Lawful Good þarf ekki endilega að þýða Lawful Stupid. Það er alveg þrælfín grein um paladina í Dragon einhvers staðar í kringum #175 að mig minnir, þar sem er nokkuð vel tekið á því hvernig paladinar geta hegðað sér og verið mismunandi týpur. Góð lesning fyrir DM og spilara sem vilja spila paladina.
R.