Eitt sem hefur mikil áhrif er að meðalaldur fólks á huga virðist vera milli 12-16… Þetta er a.m.k. það sem ég heyri(og er að mörgu leiti ekki ósammála). Það útaf fyrir sig þarf ekki að vera slæmur hlutur, en það setur oft skorður í samræðurnar sem menn eiga, hef ósjaldan lent í því að svör verða fáránleg og má þá greina aldurinn bakvið það. Það sagt vill ég koma á framfæri að sumir eru líka bara hálvitar og kemur þá aldur þeirra málum ekkert við.
Nú síðan eru menn alltaf svo fælnir. Þeir vilja spila, engin feimni með það, en hafa engan áhuga á að spjalla við það um aðra, hafa ekki séð neinn stað sem gefur sömu möguleika á viðræðum og innan hópsins. Við höfum þekkst lengi og því verða samræðurnar litríkar en við einhverja ókunnuga, sérstaklega þar sem þeim kann að finnast andrúmsloftið barnalegt, hefur ekki jákvæð áhrif á þeirra val á umræðustað.
Það má teljast merkilgt nokk að við séum með blogsíðu alment um spilið okkar.