Nú í næsta mánuði kemur út fjórða útgáfan á fantasy spunaspilinu Runequest.Þetta spil hefur alltaf haft dyggan hóp af fólki erlendis sem spilaði þetta þótt að það sé löngu hætt að prenta efni fyrir það en núna er Mongoose publishing búin að ná sér í réttindin. Það er augljóst fyrir þá sem hafa reynslu af Runequest og Ask Yggdrasils að Runequest reglurnar eru notaðar mjög mikið í Aski. Runequest mun vera með open game license sem þíðir að önnur fyrirtæki geta gefið út Runequest efni án þess að kaupa leyfi til þess svona eins og D&D. Og hver veit kannski mun þetta verða sterkur keppinautur á fantasy rpg markaðinum.

www.mongoosepublishing.com
Hér er hægt að sjá hvernig þetta lítur allt saman út.