Í geðsýkiskasti seldi ég og lánaði eitthvert helling af (óldskúl) D&D til manna sem ég hef ekki séð í fleiri ár. Núna langar mig hinsvegar til að rifja upp gömul kynni (og hver veit? Kannski get ég vakið áhuga hjá vinum og kærustu) og sný mér því til ykkar.
Eigiði gamalt D&D dót ofan í kassa, niðri í geymslu að safna ryki og taka upp dýrmætt pláss? Ekki láta það rotna, látið mig frekar kaupa það (á sanngjörnu verði). Nú, eða bendið mér á einhvern eins og Steina sem var einu sinni með búð heima hjá sér í vesturbæ Reykjavíkur (skilst að hann sé hættur slíku braski).
Takk.