D&D er hægt að kaupa í Nexus. Upphafskostnaður er líklega rúmlega sjöþúsund (fyrir 3xgrunnbækur), en kannski ágætt að byrja á að kaupa reglubókina: Players handbook, til að kynnast fyrirbærinu. Það góða við spunaspil er svo að eftir að þessi byrjunarkostnaður er úr sögunni er hægt að spila með þessar þrjár bækur árum saman, án þess að raunveruleg þörf sé á uppfærslum eða viðbótum. Margir freistast svo auðvitað til að kaupa fleiri bækur þegar þeir eru byrjaðir að spila, ég mæli helst með því í byrjun að bæta við bók sem lýsir þeirri veröld sem spilað er í, forgotten realms er algengur og þægilegur kostur.
Algengt er að þeir sem ætla að spila leggi saman út fyrir bókunum, og þá er þetta ekkert sérstaklega dýrt.