Já - ég var t.d. ein af þeim sem svaraði Aragorn en hann svaraði aldrei til baka.
Hefur greinilega orðið hræddur þegar hann heyrði hvað við erum gömul í hópnum okkar.
Ég veit alveg hvað þú átt við með að eiga enga vini sem nenna þessu, svo ég hef alveg samúð með þér í þeim efnum.
Ég prófaði þetta fyrst þegar ég var 17 ára með alvöru D&D grúbbu í M.H. en á þeim tíma voru allir vinir mínir of miklir töffarar, pæjur, what ever til að gera eitthvað svona nördalegt svo ég spilaði ekki í mörg ár.
Nú er ég hinsvegar 28 ára og er búin að koma upp grúbbu af nýrri vinum hafa spilað með mér einu sinni í viku í ca 2 ár.
(allt lið sem ég hef bara þekkt í nokkur ár)
Gömlu vinunum finnst þetta enn voða halló og það var ekkert smá erfitt að finna þessar örfáu hræður (6 með mér og kærastanum) sem fíluðu þetta.
Og ótrúlega margir sem hafa hætt eftir 1 skipti.
En það er rétt Selphie, sem sumir hafa sagt hér að margir hverjir eru ekki hrifnir af að fá hvern sem er í hópinn sinn,
og þar sem þú hefur yfirleitt sínt frekar leiðinlegt attítude hér á spunaspilssíðunni þá er ég ekki hissa að fólk þori ekki að bjóða þér heim til sín og inn í hópinn sinn.
Það getur verið nógu erfitt að hafa stjórn á sínum vanalega hóp, hvað þá að þurfa að berjast við einhvern sem maður heldur að sé með hræðilegt attítude.
Lagaðu attítúdið og þá verða örugglega allir æstir í að bjóða þér að vera með.