Því miður þá fæ ég ekki séð hvernig það getur gengið upp. Það verður bara að viðurkennast, að helsta ástæðan fyrir þessu er sú, að mörgum spilurum hættir til að túlka reglur sér í hag og búa til algera osta (cheeze!).
Ef spilarar væru upp til hópa heiðarlegir og létu ekki tölur hafa áhrif á sig, þá væri þetta ekkert vandamál. Gallinn er hins vegar sá, að flestir spilarar hugsa einmitt á þeim nótum, enda bjóða flest kerfi upp á slíka misnotkun, ekkert kerfi þó jafn mikið og D&D.
Auk þess er gríðarlegur munur á hvernig persónur eru búnar til og jafnvel þó stjórnandinn leggur upp með ákveðnar línur, er alveg víst að mikið ósamræmi á eftir að verða í persónum auk þess sem ekki er víst að spilarar skapi endilega persónur í þeim klössum eða starfstéttum sem stjórnandinn þarf að hafa í spilinu.
Pregen persónur eru fyrst og fremst hugsaðar til að tryggja að allir leikmenn sitji við sama borð og enginn njóti forréttinda umfram annan. Þetta sér einnig til þess að hver grúppa er samsett nákvæmlega eins og það hentar ævintýrinu sem verið er að stjórna hverju sinni.
Ég legg til, að þú skráir þig sem stjórnanda á næstu mini-mót og prófir hvort tveggja. Sannaðu til, pre-gen persónur eru mun þægilegri í alla staði.