Svo sé ég reyndar að þú spilar EvE líka þannig að sála þín er óhult :þ
Það sem er samt að angra mig er að fólk nennir ekki lengur að spila gúd ól dogd og rækta hugmyndaflugið. D&D grúppa er helvíti fínn félagsskapur og þótt að það sé bölvað basl fyrst (hver bardagi tekur 2 tíma og athyglin við leikinn sjálfan útum holt og hóla því 90% tímans fer í að fletta í reglubókum), fólk vill bara meiri mötun, meiri stöppur, meiri barnamat. Nennir ekki að matreiða og tyggja ofan í sig sjálft. Annars þá þekki ég kosti tölvuleikjanna, það er hægt að hoppa inní leikinn hvenær sem maður vill og hitta eitthvað fólk, en þegar menn eru komnir í 14 tíma (langdregin og leiðinleg) raid til að geta rollað uppá að fá eitthvað item… afhverju ekki að spila D&D? Snýst þetta eftir allt ekki um skemmtun?