Ég skal með ánægju koma með mína :) Fyrir það fyrsta þá finnst mér kerfið vera alger snilld, það er þokkalega transparent og auðlært. Eins og velflest kerfi sem Mark Rein-Hagen(finn ekki bullet takkann) hefur hannað(Storyteller, t.d.). Ég er t.d. mikill áhugamar um galdra og galdramenn og fer því vel að Ars Magica leggur megináherslu á wizardana sjálfa - aðrir eru eiginlega svona hangers-on. Svo er covenant hugmyndin alveg frábær sé hún útfærð rétt. Hver player er hvattur til að skapa nokkra karaktera, einn wizard allavega, og svo fullt af supporting casti(grogs, thieves, fighters, hired muscle). Þetta alveg virkar, ég stjórnaði þessu spili í nokkur skipti en fannst svo kominn tími á að geyma það, fannst grúppan ekki bara vera nógu þroskuð fyrir svona roleplaying :)
Heimurinn hins vegar er mjög flottur og alveg endalaust hægt að finna einhver ævintýri sem gerast í hinni mythísku Evrópu miðalda. Svo og hjálpar það nottlega að stjórnandinn getur nýtt sér grunnskólalandafræðina og menntaskólasöguna til að hjálpa sér í að gera ævintýri, því þó að þetta sé Mythic Europe þá fylgir þetta að stærstu leyti okkar tímalínu. Sömu valdhafar, en kannski aðrir power-players! Og þeir sem spila eitthvað Storyteller kerfin þá er mikil analogía á milli Mythic Europe og World of Darkness(Tremere eru til í Ars, svo og Order Of Hermes).
All in all alveg verulega gott kerfi og heimur, one of the best out there. En ég vil þó ráða fólki heilt sem ætlar sér að kaupa Ars Magica að reyna að redda sér 3rd edition frekar heldur en 4th. 3rd edition bókin er mikið fallegri og auðlæsilegri og hún nær að gefa manni svona gott ‘feel’ fyrir heiminum. Það er eins og Atlas Games hafi ætlað sér að hanna kennslubók í forritun fyrir skáktölvur, svo hrikalega þurr lesning er 4th edition :(
Eitthvað meira sem þið viljið vita? Bara að skrifa!