Nokkrir punktar:
1. Þú getur ekki “dispellað” fötum og armor. Ef tilgangurinn er sá að föt og brynjur þess sem þú kastar galdrinum hætti að vera til í einhvern ákveðinn tíma þá ertu að umbreyta þeim, ekki dispella. Dispelling gengur út á að enda einhvern effect, föt eru ekki effect heldur permanent hlutir.
2. Þetta er pottþétt ekki abjuration þar sem þessi galdur er ekki að verja neinn fyrir neinu, heldur breyta einhverju hjá öðrum. Hann ætti að vera transmutation (ef fötin umbreytast, t.d. hætta að vera til tímbundið (verða ethereal basically)) eða illusion (ef þau verða bara ósýnileg)
3. Það vantar duration. Ef þú vilt halda þessu sem lvl 2 galdri þá geturðu í mesta lagi haft duration örfá round (1/lvl max) áður en hann hættir að virka.
4. Casting time er of langur. Ætti að vera 1 action, ekki 1 heilt round f. lvl 2 galdur.
5. Það vantar save. Svona galdur, sama hvernig hann virkar, hefur áhrif á eitthvað sem telst hluti af einhverjum einstaklingi - save ætti því að vera will negates eða fort negates, líklega það fyrra.
6. Level á galdrinum. Ef þú vilt stoppa armor frá því að virka alveg á meðan galdurinn er í gangi þá þarftu að hækka levelið á honum. Annars verðurðu að setja eitthvað limit á galdurinn t.d. hámark +4 armor bónus eða t.d. bara armor sem hægt er að fela undir fötum eða geta talist föt (eins og leather armor). Einnig myndi svona galdur á lvl 2 aldrei virka á galdrabrynjur eða galdrafatnað.
R.
I'm not misunderstood, I'm just evil