Ég man ekki hvaðan ég heyrði að GURPS væri vinsælast.
Annars ber GURPS höfuð og herðar yfir D&D einfaldlega vegna möguleikanna. D&D er bara nothæft í blómálfa-fantasyu heimum á meðan GURPS er hannað til að vera notað í hvað sem er. Þar að auki er HP-kerfið miklu nákvæmara og raunverulegra í GURPS en í D&D:
D&D: Hver character hefur ákveðin HP, á endanum getur character þolað meiri skaða en turn úr hlöðnum steini bara því hann er svo flinkur að sveifla sverðinu sínu. Þar að auki ertu annaðhvort bara dauður, nær dauða en lífi eða lifandi. Þú getur sem sagt tekið á þig skaða sem væri nægur til að brjóta steinveggi án þess að nokkuð gerist. Þú getur dáið ef meiri en helmingurinn af lífi þínu fer í sama turni en þótt goblin stingi rítingi á kaf í magan á þér þá er það allt í lagi, því ert búinn að læra svo mikið af göldrum.
GURPS: Human character hefur í allra mesta lagi 30 hp, og það í allra allra mesta lagi (meðaltal er svona 14). Þótt þú drepir slatta af goblinum með boga hækkar það ekki, hp-ið þitt tengist eingöngu styrks líkama þíns og viljastyrknum. Í GURPS ertu annað hvort hress, aumur, vankaður, nær dauða en lífi eða bara dauður. Ef þú tekur á þig skaða færðu mínusa viðeigandi skills í næsta turni sem nema skaðanum sem þú tókst á þig (það hefur nefninlega smá áhrif á einbeitinguna að fá byssukúlu eða sverð í sig). Einnig, ef þú ert óheppinn getur hausinn þinn einfaldlega verið hogginn af þegar þú ert með fullt HP (og þá deyrðu). Svo er hægt að missa útlimi, blæða út, vera kýldur í punginn og fleira skemmtilegt.
Allt character development er líka mun raunverulegra í GURPS, þar þróarðu ákveðnar hliðar með reynslunni, öfugt við í D&D þar sem allur characterinn verður betri í stórum þrepum (og líkaminn með, sem verður að einhverju yfirnáttúrulegu fyrirbæri á endanum hvort sem þú ert riddari, galdrakall eða bakari). Í GURPS geturðu verið aumur vitringur sem leysir allar rökþrautir á tveim sekúndubrotum en deyrð ef einvher hendir steini í þig. Í D&D væri þyldi líkami vitringsins álag á við Empire States bygginguna, ef hann gerði það ekki væri vitringurinn einfaldlega á lágu leveli og alls ekkert sérstakur.
Svo það sem mér finnst best við GURPS er hvað það gerir miklu meiri kröfur til ímyndunaraflsins en D&D.