Helstu skammstafanir fyrir þig:
GURPS = Generic Universal Roleplaying System, kerfi sem er hannað til að vera notað með hvaða heimi sem vera skal, hvort sem það er sci-fi, fantasy, nútíma eða heimur þar sem aðalsöguhetjurnar eru kanínur (það er til, bróðir minn á bók með reglum fyrir það). Characterar byggðir á punktum sem maður notar til að kaupa statta, skilla, “advantages”, galdra og þess háttar, en getur fengið punkta með því að taka á þig “disadvantages” og “quirks” - engin level.
WoD = World of Darkness, kerfi sem er notað fyrir nokkur mismunandi spil, eins og Vampire:The Requiem, Werewolf:(man ekki), Mage:(man heldur ekki).. sem eru í raun mismunandi hliðar sama heims. Hef ekki spilað það svo ég þekki ekki vel.
CotC = Call of the Ctulhu. Hef ekki prófað þetta, en af sögunum sem ég hef heyrt að dæma er þetta líklega það kerfi sem bíður upp á hvað stystan líftíma charactera. Þeir hrynja sumsé eins og flugur, enda bara venjulegir menn sem standa andspænis eldfornum og djöfullegum skrímslum og hálfguðum og égveitekki hvað.
WHFRPG = Warhammer Fantasy Roleplaying Game. Hlutverkaspil byggt á sama heimi og vinsæla borðspilið Warhammer. Mun dimmari og drungalegri heimur en t.d. Forgotten Realms, þar sem galdrar eru stórhættulegir enda komnir frá Chaos, sem er hið illa í heiminum sem öllu spillir.
Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug í fljótu bragði, öðrum er vitaskuld frjálst að bæta við og uppfræða grey drenginn um hin ýmsu hlutverkaspil sem eru til önnur en D&D :D
Peace through love, understanding and superior firepower.