Hmm… Ég hef nú gert mikið af því að spila spellcasters í gegnum tíðina.. Uppáhaldsgaldur samt? Látum okkur nú sjá…
Af damage-dealing göldrum þá hefur Lightning Bolt alltaf verið í uppáhaldi. Af annars konar göldrum er Bestow Curse skemmtilegur, Fly er möst-have og hinir ýmsu Hold galdrar mjög þægilegir.
Ég hef því miður ekki mikla reynslu af öðrum kerfum en (A)D&D, svo ég get lítið sagt um þau. Hinsvegar skoðaði ég GURPS reglurnar vel og rækilega þó ég hafi aldrei spilað það almennilega, og verð að segja að Control Earth (eða var það Shape Earth? Man ekki alveg) er líklega yndislegur. Tiltölulega einfaldur galdur sem gerir þér kleift að láta göng hrynja yfir óvininn, grafa hann í mold, grafa holur í kringum hann og hvað eina. Fíla svona galdra sem krefjast ímyndunarafls við notkun :D
Peace through love, understanding and superior firepower.