Shadowrun 3rd ed. á mini mótinu 15.10
Shadowrun gerist í framtíðini árið 2060 og margt hefur breyst í heiminum.Bandaríkin og fleiri þjóðir eru ekki til lengur og internetið er horfið en þróaðri útgáfa af því komin í staðin sem kallast the matrix.En ein stærsta breytingin er galdrar fóru að virka aftur og með þeim breytist sumt fólk í álfa,dverga og orka og annnað huldufólk.Þetta þýddi að þjóðir sem héldu enþá fjölkyngi arfleið sinni urðu mun öflugri en áður og drekar hafa vaknað af dvala sínum og byrjað að láta til sín taka í heimspólitíkini.Nafnið shadowrun dregur nafn sit af ákveðnum flokk af fólki sem kallast shadowruners og eru nokkurskonar undirheima málaliðar sem stórfyrirtækin og aðrir ráða til þess að gera ólöglega hluti fyrir sig.og þannig fólk munu spilararnir á mótinu vera.Kerfið sjálft er ekkert flókkið t.d maður með pistol skill upp á 5 teninga reynir að hitta í bardaga seigjum svo að erfiðleikin til að hitta sé 5 sem er allgent á miðlungs færi fyrir skammbyssu.þá kastar maður 5 teningum og þeir teningar sem koma upp með töluna 5 eða 6 gilda því fleiri því betur hittirðu.Endilega spurjið ef þið viljið vita eithvað meira um heimin eða kerfið.