Ef þú vilt vita um Werewolf: The Apocalypse þá er sköpunarsagan líkt og okkar mismunandi eftir því hvern þú spyrð. Það er ekki gefið beint út hvað er rétt. En hér er vinsæl útskýring sögð í stuttu máli.
Ath. að ég veit ekki hvernig hún er í WW: The Forsaken þannig passa sig á að ruglast ekki.
Gaia, móðir jörð skapaði verur sem voru hálfir menn, hálft eitthvað annað dýr til að vernda sig. Svo var stríð á milli þeirra um hverjir væru bestu verndararnir (ekki er vitað hvort Gaia vildi þetta stríð eður ei) og Varúlfarnir unnu eftir að hafa nánast útrýmt hinum umskiptingunum.
Þegar fólksfjölgunarsprengja varð reyndu varúlfarnir að halda mannverunum í skefjum með því að kála þeim í þúsundatali og er það þess vegna sem fólk í dag man eftir varúlfum sem illum verum, þetta lifir enn í undirmeðvitun mannana.
Þrenninginn er einhverskonar afl í heiminum og hafði gott jafnvægi í skiptingu hlutverka. Wyld er hreinn kaos og býr til gífurlega óbundna orku sem Weaver vefur svo í vef skipulaggningu og Wyrmið sér um að halda jafnvægi á milli þeirra tveggja með því að éta af öðru ef það verður of stórt.
Weaver hataði óskipulagið svo mikið að hann reyndi að vefja Wyrmið í vef sinn sem varð kolgeiðveikt og byrjaði eyðileggingu á öllu sem í vegi þess var. Þannig myndaðist mikið ójafnvægi á milli Weaver og Wyld sem er að rústa Gaiu og eru varúlfarnir að reyna að stoppa það.
Varúlfar eru verur tveggja heima, bæði úlfar og menn en samt hvorugt þeirra, hluti af andaheiminum og þeim efnislega en samt ekki heima á hvorugum staðnum. Alls konar andar vinna með og á móti varúlfum og einir kraftmestu bandamenn þeirra er Luna (tunglið) Helios (sólinn) og aðrir celestines þó þeir séu ekki allir vinir þeirra.
Fólk fæðist sem varúlfar, líttu á þetta sem nokkrus konar gen sem lifir í fólki og úlfum en gerir ekki nema svona 10% þeirra sem bera það að varúlfum, hin 90% eru berar og geta átt varúlfabörn og eru notaðir til að fjölga þessum deyjandi kynþætti.
Menn og úlfar uppgvöta ekki hlutskipti sitt fyrr en á kynþroska þegar það byrjar að dreyma og breytast í svefni óstjórnlega. Venjulega finna aðrir varúlfar þá yrðlinginn og koma honum inní málinn.
Samneyti tveggja varúlfa er bannað því afrakstur þess er úrkynjun sem lýsir sér í líkamlegri eða geðrænni fötlun barnsins. Einnig getur burðurinn verið hættulegur þar sem svoleiðis barn fæðist í varúlfaformi og gæti drepið móðirina, sérstaklega ef hún nær ekki að breyta sér í varúlfaform sjálf.
Þetta ætti að gefa þér smá bakgrunn um WW:tA , veit ekkert um þetta nýja því miður.
“Where is the Bathroom?” “What room?”