Ég fatta ekki þessar yfirlýsingar um að það sé lítið af RPG í Nexus.
Þeir eru með risa hillu með GURPS - bókum
Aðra með D&D og öðru d20-kerfis bókum og svo er fullt af allavegana öðrum kerfum inn á milli.
Ég er fastakúnni þarna og sé þá opna kassa með 20-30 stykkjum af players-handbook fyrir D&D í næstum hverri viku.
En þetta selst eins og heitar lummur.
Hinsvegar eru þetta voða góðir strákar og ef manni vantar eitthvað þá biður maður þá bara um að láta taka það frá eða sérpanta ef þeir eiga ekki von á því.
Bókabúðin við Hlemm fattaði hinsvegar ekki D&D 3rd edition fyrr en hálfu ári eftir að það kom út og eiga aldrei neitt annað fyrir það en players-handbook - engin ævintýri eða neinar aukabækur. Nema þeir ætli að vakna einhverntíman !
Þeir er að vísu með stafla af gömlum AD&D dóti en ekkert fyrir nein önnur kerfi !