Ég get nú ekki sagt að ég sé sammála þér. Ég er ekki viss um að rpg menningin hér á landi sé eitthvað einsleitari en annars staðar.
Eftir því sem ég fæ best séð hefur verið vel sótt á minimótunum WoD ævintýrin sem hafa verið í boði, hin og þessi mismunandi D20 ævintýri hafa líka verið til staðar. Á stóru mótunum hefur jafnvel verið boðið upp á D6 Star Wars, Ask og ýmislegt annað og mín reynsla er sú að þessi borð hafa ekki verið minna sótt en önnur.
Ef ég væri þú, myndi ég frekar skoða hvað ég er að bjóða upp á. Á það einhvern hljómgrunn? Er nægilegur áhugi fyrir slíku hér? Er þetta nógu vel kynnt?
Fyrir mína parta, og no offense, þá er ég ekkert voðalega spenntur fyrir super-hero eða einhvers konar mutant rpg-spilunum. En það er bara ég. Eflaust væri hægt að kynda undir einhverjum áhuga hjá mér, ef kynningin væri með þeim hætti.
Nei, veistu, ég gæti bara ekki verið meira ósammála þér. Ég held að það sé töluvert mikið að gerast í hinni íslensku spunaspilasenu, en það fer hins vegar ekki miklum sögum af því. Í grúppunni sem ég er í þar er spilað CoC, WoD, Werewolf og Forgotten Realms D&D. Og þetta eru bara þau ævintýri sem eru í gangi (því við skiptumst á að stjórna). Innan tíðar mun Vampire og Dark sun koma í stað þeirra sem klárast. Auk þess eru stjórnendur hjá okkur sem geta stjórnað fleiri kerfum, t.d. Aski, Star Wars D6, AD&D og Earthdawn. Þetta þýðir að innan þessarar einu grúppu er hægt að spila 7 mismunandi roleplay-kerfi svo ekki sé nú talað um mismunandi útfærslur á þeim.
Ég er ekkert viss um að þessi grúppa sé einstök hvað þetta varðar. Ég held, að flestar spunaspils-grúppur hafi tök á og geti gripið í amk. 3-5 mismunandi kerfi og/eða setting. Og það er töluverð fjölbreytni.
En hvers vegna er fólk íhaldssamt? Ja, það er nú bara allt önnur spurning og erfiðari að svara. Hvers vegna vilja sumir spilarar bara spila D&D? Ætli það sé ekki af því þeim finnst það skemmtilegast!? Ég sé ekkert að því að fólk geri það sem því sýnist, sér í lagi á meðan það skemmtir sér og öðrum. Það þýðir bara ekkert að svekkja sig yfir því að enginn eða mjög fáir vilji spila eitthvað óþekkt eða lítið þekkt kerfi eða heim. Þó svo að þetta sé pirrandi, þá fælir maður frekar frá en dregur að, með því að röfla yfir því. Reyndu frekar að auglýsa þig betur, vekja jákvæða athygli á því sem þú ert að gera, svo þeir sem hugsanlega hafa áhuga viti hvar þig er að finna og hvenær þeir geta prófað þetta nýja kerfi og spilað ævintýrið þitt.