Mér hefur sýnst RPG leikir yfirleitt ekki vera mjög “kvenvænir”. Ég spilaði AD&D hér í gamla daga, þannig að reynsla mín af roleplay er nær eingöngu þaðan (plús smá Cyberpunk, Toon og Boothill), og ég man ekki betur en að flestar myndir í t.d. Player's Handbook fyrir AD&D hafi verið annað hvort af einhverjum karlkyns vöðvabúntum og gömlum körlum. Ef að það var á annað borð mynd af konu, þá var hún afar fáklædd, oftar en ekki var hún bara í eins konar bikini. Þannig að þetta er nokkuð augljóslega stílað uppá gaura frekar en gellur. Myndir af körlunum voru til að sýna hvernig þeir geta verið í draumaheiminum, og konurnar voru til þess að, tja, örva ímyndunaraflið.
En ef til vill er minnið eitthvað að rugla mig.