Þeim sem stökkva upp á nef sér og fara að kalla mig illum nöfnum bendi ég á að það kæmi sér vel fyrir þá í lífinu að læra að tjá sig ekki um vilja eða verk annarra manna að óathuguðu máli
Nú, ársfjórðungi eftir að seinasta grein var birt mætir þú á svæðið og slærð um þig. Þær ástæður sem þú nefnir fyrir fjarveru þinni gera ekki annað en að renna stoðum undir það sem ég sagði áður: þú vanvirðir þá sem vilja nýta sér þessa síðu til að rækta áhugamál sitt. Þú kemur í veg fyrir að framtaksemi og eldmóður annarra fái notið sín í viðeigandi umhverfi.
Og fyrst þú ætlar að predika einhverja lífspeki fyrir mér og öðrum vil ég gera slíkt hið sama: taktu ekki að þér verk sem þú ræður ekki við, og ef þú gefst upp, gerðu það þá að minnsta kosti með sæmd.
-Haukur Dór Bragason